þriðjudagur

ég labba alltaf hljómskálagarðinn á leiðinni í og oftast úr skólanum. það er alls ekkert til að kvarta yfir því hljómskálagarðurinn er að mínu viti einn mesti sælureitur reykjavíkur, ekki þessi austurvöllur. en í dag var hann eitthvað svo einmanalegur þegar ég labbaði hann í gegn. þar sem sólin hafði enn ekki náð að sveipa geislum sínum var grasið svo hrímað að það var eins og yfir því lægi þykkt ryklag eða köngulóarvefur með glitri. og þar sem að ég er mjög áhrifagjörn á allt sem viðkemur mér og mínu umhverfi læddist að mér pínu leiði. ég náði þó fyllilega að halda þeim leiða í skefjum og velti bara í staðinn fyrir mér únglíngalegum hlutum. eins og t.d. hvort það myndu koma margir í jarðaförina mína ef að ég myndi deyja í dag. myndi fólk vera harmi slegið og gráta úr sér augun, hvað myndi það segja um mig, myndi einhver vera fegin og myndu jafnvel einhverjir vera bornir út úr kirkjunni í móðursýkiskasti... eða það er kannski of mikið af því góða. það hljóta allir að hugsa svona endrum og eins, það hlýtur bara að vera. lífið er hvort eð er ekkert annað en tilraun manns til að safna sem flestum í jarðaförina sína.

4 ummæli:

gulli sagði...

þú ert amk búinn að safna einum í gestabókina þína. svo lofa ég að mæta á jarðarförina ef svo ólíklega vill til að þín verði á undan minni

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég myndi líklega ekki kunna við að koma í jarðarförina því ég þekki þig ekki. En ég yrði örugglega mjög sorgmædd og færi að grenja.

Ljúfa sagði...

Ég tek undir með múmínmömmu. Svo finnst mér þetta ógeðslega flott setning hjá þér um tilraunina og á örugglega eftir að stela henni.

Tinna Kirsuber sagði...

ó þakka ykkur öllum fyrir...