mánudagur

í 52 mínútna tímanum áðan sem einmitt var leikritun fór mér skyndilega að líða eins og persónu í leikriti. eða öllu heldur sannfærðist ég um að ég er í rauninni bara persóna í leikriti, það getur bara ekki annað verið. það er eina rökrétta útskýringin sem ég finn fyrir því að ég er gangandi drama. komið og sjáið umtalaðasta og umdeildasta drama-verk síðustu ára ef ekki alda: TINNA, á fjölum þjóðleikhússins NÚNA! aftur á móti gerðu þessar hugleiðingar það líka að verkum að ég fór að ímynda mér að fyrst ég er persóna í leikriti hljóta samnemendur mínir að vita að í gærkveldi hegðaði ég mér dýrslega í stofusófanum.

1 ummæli:

gulli sagði...

vá, ég líka.
í öðrum stofusófa að sjálfsögðu.