föstudagur

æji, mér datt eitt í hug sem mig langar til að segja frá...
fyrir utan að gefa kisunni minni henni dimmalimm ákaflega góðan jólamat gef ég eða gaf ég henni líka að sjálfsögðu smávegis jólagjöf. jólamaturinn mun vera dósamatur sem er bara á boðstólnum á hátíðardögum, rjómi og rækjur og svo ákvað ég að gefa henni nýja ól þar sem að hin var orðin skítug og viðbjósðleg og auk þess með engu nafnspjaldi. engin móðir vill hafa börnin sín í skítugum og rifnum nærfötum og það sama gildir um kattaeigendur og ólarnar á köttunum þeirra. ég skellti nýju ólinni utan um hálsinn á henni í morgun og átti svosum ekkert von á miklum viðbrögðum... nema hvað að henni er svo meinilla við að hafa þetta nafnspjald hangandi framan á sér að nú hleypur hún útum alla íbúð líkt og með rakettu í rassi sínum og steypist svo endrum og eins fram fyrir sig með miklum látum því hún reynir á hlaupunum að bíta af sér nafnspjaldið með ofangreindum afleiðingum. það er stórmerkilegt að fylgjast með þessu atferli hennar...
þetta var nú bara það sem ég vildi segja.
mmm... góður matur í kvöld, gott fólk, pakkaafhendingar, tónleikar og huggulegheit...
blex.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Tinna mín. Mig langaði að kasta á þig smá jólakveðju. Hafðu það rosalega gott um jólin ;)

Kveðja Svanfríður

Tinna Kirsuber sagði...

Hæ elsku Svaní mín og takk sömuleiðis :D Gleðileg jól og farsælt komandi ár, hafðu það yndislegt og rosa gott yfir hátíðirnar :*

Tinna Kirsuber sagði...

Æji, jesús minn almáttúgur... Ég gæti ekki hugsað mér lífið án katta, ég dauð-vorkenni þér. Flyttu!