mánudagur


mig langar á hraðlestrarnámskeið
mig langar til að spóla fram í tímann og vera búin í prófum
mig langar til að rassskella eða bara lumbra vel á ákveðinni manneskju
mig langar til að ná prófunum
mig langar til að hætta að vera með endalaust garnagaul
mig langar til að þrífa gamla og eldrauða naglalakkið af tánöglunum
mig langar frekar að kaupa jólagjafir en að læra

við stálumst til að kaupa gæsalampann úr KISU um helgina og slíka fegurð hef ég aldrei áður augum litið... fyrir utan sofandi örn.

Engin ummæli: