þriðjudagur

eftir rúma þrjá stundarfjórðunga legg ég af stað í stríð vopnuð engu öðru en blýanti og bók. ég mun herja erfiða baráttu, um það er ég viss en strembinn undirbúningur s.l. fjóra sólarhringa mun að einhverju leyti veita mér byr undir báða vængi og jafnvel taka mig á slóðir sem hafa hingað til verið mér ókunnar. ég mun eftir bestu getu reyna að hindra hitt sjálfið, sjálfið sem geymir púkana í að brjótast fram á þeim stutta tíma sem það tekur mig að ganga inn um gátt styrjaldarinnar, ég mun hafa trú á því að þessi vegur sé mér jafn fær og öðrum hermönnum. ég mun trúa því þar sem ég sit í skotgröfinni með blýantinn minn að ég nái settu takmarki af því að ég hefi aldrei áður lagt svo hart að neinu öðru, vitneskjan sem ég hef innbyrgt muni flæða úr fingrum mér eins foss á hlýjum vormorgni og breiða yfir mig fullvissu um mitt eigið ágæti. það kann að vera að ég verði fyrir skoti og efist í eitt augnablik að ég nái heim fyrir sólarlag til berja augum þann sem ég elska með brosi og hlýjum kossum en ég mun skjóta niður þann efa eins og óvininn sem býr í mínu myrkasta svartholi. ég skal ganga heil frá þessu stríði eins og öllum hinum stríðunum...

p.s. ég er að fara í fyrsta prófið og ég vona að mér gangi vel...

2 ummæli:

Svetly sagði...

..gangi þér vrosa vrosa vel litla lús..."tu tu"

Tinna Kirsuber sagði...

Takk og það gekk bara nokkuð vel :D