sunnudagur

þá er ég búin með seinasta verkefnið í haust, leikritagreining á kirsuberjagarðinum eftir Tsjekhov eins og sumir vilja meina að það sé skrifað (ég valdi ekki kirsuberjagarðinn af augljósum ástæðum eins og sumir kynnu að halda). merkilegt samt hvað ég er ófær um að teygja mál mitt, mér er lífsins ómögulegt að draga það á langinn í ritgerðum svo úr verði einhver sómasamlega löng ritgerð. það ku fleiri þjást af þessu vandamáli. en mér til happs minntist kennarinn minn á það um daginn að stystu setningarnar væru ekki endilega þær sístu... og þá er bara eitt próf eftir og svo er þetta búið. jólafrí... ég sé þig í hillingum elsku jólafrí. á miðvikudaginn ætla ég að verða ofurölvi og deyja (áfengisdauða) glöð um kvöldið, áhyggjulaus.

Engin ummæli: