föstudagur


gerðist gamaldags áðan og fór til skósmiðs... ég heyrði nefnilega um daginn að fólk færi ekki lengur til skósmiðs en henti þess í stað biluðum skóm og keypti sér nýja. en nú eru allavega elsku hjartans stígvélin mín hjá "lækninum" og það mun kosta mig u.þ.b. 4.500 krónur að leysa þau þaðan út en til þess að komast yfir þá upphæð þarf ég að selja líkama minn á hverfisgötunni seinna í dag. það er þó skömminni skárra en að þurfa að kaupa fokdýra og nýja skó.

þreif allt í gær sem óð kona væri og nú glampar allt og glansar og ilmar af hreinlæti hérna á bergstaðastrætinu. það er í sjálfu sér alls enginn ókostur við það að vera búin að þrífa nema þá helst að eftir tiltektir virðist hellast yfir mig einhver "manía" að það þurfi allt að haldast glansandi hreint þangað til ég veit ekki hvenær... það er að sjálfsögðu ógerningur. en við þetta þrjóskast ég og er hlaupandi útum alla íbúð með rakan afþurrkunarklút.

mig er farið að hlakka óheyrilega mikið til jólanna... ef bara forsjónin sæi sér fært um að færa oss snjó. ég hlakka mest til að vakna á aðfangadagsmorgunn, að svo gefnu að ég verði ekki útúr þunn eftir að hafa þrælað börnunum mínum og konu upp og niður laugaveginn með jólabjór í hönd og viðkomu á öllum helsu ölstofum borgarinnar... segi svona... ef ég væri rosa plebbi... en nei, ég hlakka til að vakna á þessum uppáhalds degi mínum, hlakka til að vera ekki að vinna eins og undanfarin ár, hlakka til að vera með erninum mínum.

annars er ég að velta einu fyrir mér... maðurinn þarna sem að tældi víst 13 ára stúlku sem hann kynntist á einhverri spjallsíðu á textavarpinu (how low can you go...) til kynferðislegrar innsetningar og er núna ákærður fyrir það... hvað er hann eiginlega gamall? skiptir kannski ekki öllu... það sem mér finnst hins vegar skipta máli, og nú er ég ekki að tala lagalega séð heldur siðferðislega er að 13 ára stúlkur eru alls ekki allar þar sem þær eru séðar. ég var 13 ára þegar ég svaf í fyrsta skipti hjá og ég vissi uppá hár hvað ég var að gera, eða þannig, þið vitið hvað ég meina... getur ekki bara verið að stelpan hafi alveg verið "geim" í þetta? ég tek fram að ég aðhyllist ekki barnaklám né lögbrot né neitt sem tengist því að neyða konur til kynmaka. ég er bara svona að velta þessu fyrir mér, óháð öllum hliðum...

jólaglögg hjá dóru í kvöld. ég skal gera tilraun til djamms...

6 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Ég held hann hafi 26 ára. Þetta er auðvitað ólíðandi. Hins vegar finnst mér þú vera að segja það að kynferðisbrot eru misjafnlega alvarleg, það má vera rétt.

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta komment mitt er krökkt af málvillum sem svo verður að vera.

Tinna Kirsuber sagði...

Mér finnast öll kynferðisbrot vera jafn alvarleg, mig langar hins vegar að vita hvað stúlkan var að hugsa...

Ágúst Borgþór sagði...

Þau eru öll alvarleg en þau eru ekki öll jafnalvarleg. Hvað myndirðu segja ef pilturinn hefði verið 16 ára?

Tinna Kirsuber sagði...

Well done tiger... Awrrr aaaawwwwrrrrrrr. Grín, ég veit það ekki og ég nenni tæplega að eyða meiri þankagangi í þetta mál.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að geta farið að gera jólahreingerningu. Ég hef ekki gert neitt jólalegt hjá mér í fyrsta skipti, vengjulega set ég upp jólaskrautið þegar stekkjastaur kemur í bæinn.