miðvikudagur

mér til mikillar gremju hefur þessi dagur sem átti að vera til lærdóms farið í ekki neitt. ég held engri athygli og er orðin fárveik. djöfulsins, andskotans!
það þýðir:

a) ég mun falla
b) ég mun falla
c) ég mun falla
d) ég verð að vera geðveikislega og brjálæðislega hress með útúr-spíttaða athyglisgáfu á morgun og hinn

hvað gerðist eiginlega í dag? getur maður orðið svona ef maður er veikur?

2 ummæli:

Ljúfa sagði...

Ef þú skilar vottorði frá lækni er ekki hægt að fella þig og þú getur geymt prófið fram á sumar.

Tinna Kirsuber sagði...

Illu er best af lokið segi ég nú bara! Takk fyrir heilræðið en gluð hjálpi mér að ég þoli það, með mitt viðkvæma sálartetur að hafa þetta hangandi yfir mér fram á sumar. Ég held nú heldur betur síður!