þriðjudagur

ef ég næ ekki skólanum ætla ég bara að leita mér að vinnu. eftir talsverða umhugsun er þetta það sem myndi einkenna draumastarfið eða þannig...

-engar konur. a.m.k. ekki í neinum stórum hópum.
-ég verð að geta verið með rautt naglalakk.
-engir búningar, bara mín eigins föt.
-útvarp.
-mannsæmandi laun.
-hreinlegt salerni.
-45-60 mínútur í mat.
-staður þar sem ég get verið ég sjálf og mætt í hjólaskautum ef þannig liggur á mér (þetta er bara möguleiki í útópískum raunheimi tinnu).
-engin andfýla eða önnur óæskileg líkamslykt.
-enginn undir tvítugu.

... ætli það sé ekki einhverju viðbætandi, man það bara ekki í augnablikinu.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta gæti verið nokkurn veginn starfið þitt eftir útskrift.

Tinna Kirsuber sagði...

Ég mun aldrei útskrifast