miðvikudagur

hvenær ætli maður viti að maður sé orðin hamingjusamur og fullnægður? fyrir tveimur dögum var ég fullvissuð um að örlög mín væru ráðin og best væri að ljúka þessu öllu af. ég verð bara að segja að mér finnst dáldið mikið lagt á eina sál að vera í ástarsorg, þunglynd og með fyrirtíðarspennu. en það var semsé fyrirtíðarspennan sem rótaði svona all svakalega upp í mér að mér fannst mér allri lokið. hugsið ykkur hvað er lagt á konur. öryrkjabætur eina viku í mánuði væri það sem maður ætti að fá. ég verð sjaldan eins full af vanlíðan og einsemd nokkrum dögum fyrir túrinn. ég ger viss um að ef sjálfsvíg kvenna yrðu ransökuð kæmust menn að því að þær voru aðeins nokkra daga frá túrnum. ég er ekki að kveinka mér yfir túrnum bara svo það sé á hreinu, mér finnst það barasta ekkert til að kvarta yfir. það þýðir að minnsta kosti að maður er heilbrigður. það eru bara þessir hormónar sem eru versti óvinurinn. eins og tildæmis á sunnudaginn þá hitti ég fyrrverandi ástmann minn og ég er nokk viss um að það hefði ekki tekið eins mikið á hefði ég ekki verið á óverdós af hormónum. en allavega þá finnst mér ekki eðlilegt að manni langi til að fremja sjálfsmorð bara útaf líffræði. og þess vegna brosti ég útað eyrum seinustu nótt þegar rósa frænka kom í bæinn. ojj, þetta er það klobbalegasta sem ég hef á ævinni skrifað.

í gær fór ég á hulk með nokkrum frændum og dóru wonder. ég man ekkert voða mikið því ég var dáldið drukkin og í nýjum skóm sem ég kaufti fyrir geððheilsupeninginn minn. auk þess hef ég ekki borgað leiguna þennan mánuðinn svo ég ætla ekki að svara símanum ef mamma hringir. ef ske kynni að þið rekist á hana segiði henni þá að ég sé flutt til japan að finna sjálfa mig. mér finnst ægilega gaman að vera gella. ég uppgötvaði eiginlega ekki þann part af sjálfri mér fyrr en í hollandi þar sem ég var við nám. mikið er gaman að finnast maður sjálfur ómótstæðilegur. þá skiptir engu hvað aðrir hugsa, maður þarf bara að elska sig sjálfan. eins og við var að búast er ég strax orðin skotin. það er einn af mínum kostum eða ekki að ég á svo ægilega auðvelt með að verða hrifin af fólki. mér finnst gaman að hrífast að því sem aðrir sjá kannski ekki. ég er samt svívirðilega feimin og þori sjaldnast fyrir mitt litla líf að láta eftir mér viðreynslur. þá er maður svo hræddur við höfnun. ég er alltaf hrædd um að einhverjum finnist ég svo feit sérstaklega þegar allir karlkyns vinir manns tala út í eitt um fegurð cameron diaz og fínlegu brjóstin hennar. ég er ekki með fínleg brjóst en sumir kunna að meta alvöru konur! jæja. mér líður reyndar dáldið illa yfir einu en get ekki talað um það hér.

hey! þið sem ég er skotin í, sjáiði mig!!!!!

bless.

Engin ummæli: