föstudagur

já, mikið er nú lífið skrýtinn hlutur. fyrir nákvæmlega viku síðan var mér allri lokið en svo skyndilega á mánudag snérist gæfan mér í hag. það var semsagt hringt í mig áðan frá pennanum og ég er hér með komin með vinnu þar. jeiiiiiiiiiiiiijjjjjjjjjjjjjjjjjj! frá 9-5 alla virka daga, betri laun heldur en á hinum kúkastaðnum og fullt af fallegu fólki og svo geta vinir mínir komið og heimsækt mig og kannski líka strákurinn sem ég er skotin í en ég held samt að hann viti það ekki eða hvað... og ég er með unaðslegan fiðring í maganum og langar til að hrópa af gleði og kyssa blökkumanninn sem situr við hliðina á mér. ójá ójá, þetta hrópar bara á hátíðarhöld. ég get ekki skrifað meir því að ég er svo hamingjusöm en mér finnst samt eins og ég eigi það ekki skilið en samt á ég það skilið. ó hve glöð ég er... móa sem er nú orðin velgjörðarmaður minn gaf mér líka 3000 krónur áðan og ég þarf ekki að borga henni til baka með kynmökum. bless

Engin ummæli: