þriðjudagur

nú! það er enn að breytast útlitið á þessu bloggi. en semsagt þá er helgi verslunarmanna liðin og mér er svosum sama. var drukkin frá föstudegi til sunnudags og reykti svo dóp í gær í góðra vina hópi. á föstudagskvöldið hitti ég mann og fór með honum heim og á laugardagskvöldinu hitti ég hann aftur og tók hann þá heim með mér. fyrst til að byrja með fannst mér athyglun kærkomin. maður verður eitthvað svo viðkvæmur og sannfærður um að maður sé viðbjóður þegar einhver vill ekki vera með manni eins og fyrrverandi kærastinn minn. svo að mér fannst indælt að indæll og myndarlegur maður girntist mig. kannski er ég kaldlynd og ömurleg en það var bara eitthvað sem ég þurfti en eiginlega ekkert meira. ég til dæmis komst að því, þvert á við það sem ég upphaflega hélt að ég get bara ekki með nokkru móti hugsað mér að fara að stunda kynlíf. eða kannski var það af því að ég laðaðist ekki nógu mikið þannig að indæla manninum. ég nefninlega gæti hugsað mér að sofa hjá nokkrum velvöldum karlmönnum en þeir eru allir hollywoodleikarar og fyrrverandi kærastinn minn. ég held þá að það verði lítið af því. en helgin var engu að síður mjög skemmtileg og alls ekkert þunglynt við hana. og endaði líka svona stórkostulega. ég fór í bíóhús nokkurt í gær með gulla og grjóti á kvikmynd sem engan langaði til að sjá hélt ég nema ég. þetta var unglingahryllingur eins og þær gerast bestar með extra kryddi því það voru inbreedar í henni. þetta var svona x files og scream blandað saman. ég vildi vera kúl þegar við fórum í bíóið og þorði þess vegna ekki að spyrja piltana hvort ég mætti sitja á milli þeirra. en svo sem betur fer atvikaðist það þannig að ég sat á milli þeirra nokkuð örugg því þeir eru jú agalega mikil karlmenni og borðaði poppið hans steins. þegar ég kom heim borðaði ég lifrapylsu og fannst hún góð. á meðan ég var í bíóinu fékk ég sms frá manninum sem ég var að kyssa um helgina og hann vildi hitta mig. ég fékk kvíðahnút í magann.
bless.

Engin ummæli: