miðvikudagur

þarna áðan var ég búin að skrifa heillanga og fyndna færslu sem hvarf svo út í buskann þegar tölvan í vinnunni fraus. ég semsagt viðurkenni mistök mín hér með því að seinasti þátturinn með spíttmæðgunum var í gær en ekki næstseinasti eins og ég svo vongóð hélt fram. rory og jess náðu ekki saman á ný en eins og þetta endaði hef ég grun um að þær mæðgur muni aftur heiðra oss með nærveru sinni. mér til mikillar gleði þó útskrifuðumst við rory á sama tíma nema hún úr chilton og ég úr lhí og ég grét líka undir græna teppinu mínu þegar hún flutti útskriftarræðuna sína. það sem eftir lifði kvölds strikaði ég undir í sjónvarpshandbókinni það sem ég má alls ekki missa af í tívíinu og hélt áfram að fara í gegnum geisladiskana mína og skrifa niður þau lög sem ég ætla að láta á mixdiska fyrir afmælið mitt. eftir alla 3hundruð og eitthvað diskana mína eru 123 lög sem standa upp úr og verður dansað við í afmælisveislunni, allt frá justin timberlake og kylie til nine inch nails og marilyn manson. ég enduruppgötvaði líka yeah yeah yeahs sem eru allveg hreint mögnuð og skemmtileg hljómsveit. svo má auðvitað ekki gleyma góðmenninu gulla sem kom til mín og þóttist vera að gera mér greiða með því að lána mér amelie svo ég geti stúderað fötin hennar en var í raun og veru bara að sníkja sígarettur og kom ekki einu sinni með saltkjöt og baunir í tubberware handa mér... nei bara grín gulli. þú ert fínn.
í kvöld ætla ég að kasta upp á hvort ég eigi að vera blúbb eða blimm í grímupartýinu mínu og hvernig bollu ég eigi að hafa. svo er líka nýji þátturinn á stöð 2, miss match sem er æði og frá sömu framleiðendum og sexandthecity ef einhverjir digga þær.
talaði við bryncí í gær en hún er að fara til frakklands á mánudaginn og verður þeirrar gæfu njótandi að hitta besta yndið mtt hana birtu. ef einhver vill gefa mér flugmiða til france í afmælisgjöf væri það afskaplegavel þegið. það væri hægt að hafa söfnun, tinnu heim eða eitthvað. annars ætla ég af gefnu tilefni að hitta hana bryncí á föstudagskveldið og ætlum við að borða bjúgu og maka hvor aðra í vaselíni. það verður byrjað að selja inn um klukkan 4, taliði bara við dverginn í hurðinni.
afmælisóskalisti:
1. dvd spilari
2. sexandthecity á dvd, sería 4&5
3. handryksuga
4. baðvog úr þorsteini bergmann
5. expressókönnur, minni og stærri stærð
6. glerhjálmurinn eftir sylviu plath
7. tónlist
8. kynferðismök
þessi listi mun halda áfram að lengjast fram að afmæli. hey! ég er ekki frek, bara að auðvelda ykkur, auk þess liggur frami listi í tékk kristal. see ya!
we´re all lesbians when the right guy isn´t around

Engin ummæli: