mánudagur

bloggið í dag er tileinkað andy warhol en í gær voru 17 ár frá því að hann lést. heil andy warhol, húrra húrra húrra!
ég fór í bíó á föstudaginn á cold mountain með hulla, litla og prinsinum. og mikið ofboðslega var þetta góð mynd. hún bestnar bara og bestnar í minningunni. ég er samt ekki sátt við endinn, segi ekki meir. eftir bíóið fórum ég og litli bara heim og urðum typsí af rauðvínsflösku sem við höfðum keypt okkur fyrr um daginn. hulli kom svo til okkar og við horfðum á svínasúpuna sem ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei séð öðruvísi en undir áhrifum áfengis... síðan sofnuðum við bara öll, andskotans krúttin sem við erum. ég og litli áttum ljúfan laugardag saman og leiddumst um bæinn, rjóðar í kinnum. ég gerði ekkert á laugardagskvöldið. þess vegna segi ég með góðri samvisku að ég hafi tekið því rólega um helgina. mér fannst ég samt vera skilin útundan, veit ekki afhverju.
í gær sunnudag og konudag var ég að vinna. það var alltílæ nema að sunnudagar í vinnunni eru rosa lengi að líða. en ég fékk yndislegar konudagsgjafir, maður þarf sko engann kærasta til að fá svoleiðis. ég fékk rosa skemmtilegan og heimatilbúinn mix-disk og gott kaffi sem kom sér svo vel því að það er ömurlegt að hafa ekki efni á kaffi og það er staðan sem ég er í einmitt í þessa dagana. svo að í morgun dillaði ég mér nakin við mix-diskinn og drakk kaffið þangað til að það skvettist á brjóstin á mér. frábær byrjun á viku!
ég fór í afmæli til litla frænda í gær, hann er svo sætur og ég held að honum finnist ég skemmtileg. ég sem hef sjaldan verið rosa hrifin af börnum er kolfallin fyrir þessum nýja og litla glókolli.
burberry fjölskyldan: í gær, sunnudag í vinnunni bað ég þess að eitthvað óvenjulegt gerðist. fyrir utan að það var maður að ræna bókum kom inn burberry fjölskyldan. það voru kona, maður og tveir unglingar, strákur og stelpa. þau voru öll í svona húðlituðum eða brúnum yfirhöfnum með burberry trefla. ég er ekki að grínast. öll sem eitt og á meðan hjónin spjölluðu saman á tærri íslenku deildu unglingarnir á rosalegri amerísku. ég hugsaði bara; whatttt!?!?!?! burberry hell!!! see ya!
love me

Engin ummæli: