þriðjudagur

ég vek athygli á því að ég fékk bollu í gær en í kvöld mun ég hins vegar ekki fá saltkjöt og baunir þó ég hefði ekkert á móti því. ef einhver vill bjóða mér í saltkjöt og baunir væri það vel þegið.
annars fór ég í gær á house of sand and fog með litla og hulla. hún er svosum ágæt ef þú vilt fá mannlegan harmleik beint í æð, þ.e. myndin ekki litli. langdregin en ágæt. ég held samt ég taki mér pásu á dramantíkinni. undanfarið hef ég bara séð myndir þar sem fólk deyr í umvörpum og konan fær aldrei að kyssa manninn sem hún elskaði alltaf eða eitthvað. kannki spíttmæðgurnar lyfti mér upp en það er einmitt næstseinasti þátturinn í kvöld og það er spennó að sjá hvernig þetta fer með rory og jess.
ég og litli erum svo spenntar fyrir helgina að við erum með niðurskrifað plan frá föstudegi til sunnudags samt virðist sem að það eina sem við munum gera er að mála okkur og vera fullar og vergjarnar.
ég er að deyja í mjóbakinu eftir bíósætin og ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vera glöð eða í öngum mínum yfir því að líf mitt sé eins og öskubuska, the movie.
ég hlakka svo til að horfa á óskarinn en ég verð líka engill í vinnunni á morgun, öskudag. see ya!
love me

Engin ummæli: