þriðjudagur

hey! ég var á námskeiði í morgun. ég hef farið á mörg námskeið síðan ég byrjaði í eymundsson. námskeiðið í morgun hét vörn gegn vágestum. þegar ég segi þennan titil inni í mér hljómar það eins og tröllarómur....VÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖRRRRRN GEEEEEEEGN VÁÁÁÁGESSSTUM!!!!!! og í miðju námskeiði ruddist allt í einu hettuklæddur maður inn í salinn og öskraði; peningana, komiði með peningana!!! ég sagði bara; whaaaaattttttttt???? ég á enga peninga. síðan stóð ég upp og sparkaði í punginn á honum. litli fór líka að skæla því henni brá svo ég ég hélt utan um hana og ruggaði í svefn.
í seinustu viku hafði ég ekkert að gera því ég hélt að ég ætti enga vini, en ég á semsagt vini. allavega, þá brá ég á það ráð að gera skoðanakönnun á plastpokum. í vinnunni eru þeir of stífir, gefa ekkert eftir og eru í þokkabót algjörlega ferkanntaðir og fara því ekki vel í ruslatunnunni. í bónus eru þeir hefðbundnir í laginu en úr afskaplega þunnu efni. svo að þegar ég hef átt enga aðra úrkosti og þurft að notast við bónuspokana er ég hef verið að skipta um salernissand hjá börnunum mínum hefur það gerst að þeir rifna og saur og piss og sandur útum allt. pokarnir úr átvr eru hins vegar rosa góðir og sterkir og hefðbundnir í laginu. það eina slæma við þá er að oft eru áfengisumbúðir oddhvassar s.s. faxa bjórinn sem ég kaupi alltaf. þá á pokinn það til að fá á sig pínulítil göt sem ég tek ekki eftir og þegar ég hendi notaða kaffikorginum í þá í ruslinu dreifist korgurinn út um allt gólf og ég renn allsber á bossann. 10-11 er sigurvegarinn. níðsterkir, góðir í laginu og rifna aldrei. bera kattasand og allann annan úrgang. húrra fyrir 10-11... og er snöggur að því.
í gær fékk ég hugmynd að því að blogga um vini mína. það næst....
ég er mjög liðug. blex.
love me

Engin ummæli: