föstudagur

thank god it´s friday! jesús kristur hvað ég er glöð. bara rúmur klukkutími eftir... twin peaks maraþonið hélt áfram í gær umvafið karlmönnum á alla kanta, örlítilli bjórdrykkju og heimabruggi. auk þess málaði ég eina myndlistamynd á nýju trönunum mínum. það er einungis tímaspursmál hvunær ég slæ í gegn. er orðin dáldið veik fyrir framhaldsnámi í amsterdamborg...
í kvöld ætlum við litli að stúta rauðvínsflösku og æfa okkur í flörtlistinni, borða pizzu, skæla og dansa naktar. morgundagurinn er hins vegar það sem ég er búin að vera að bíða eftir alla vikuna... ammæli hjá móu!!! wooooooóóóó!!! ég hlakka svo óskaplega til. ég veit ekki hvaða tímabil þetta er sem ég er að ganga í gegnum en það er andskoti mikið djammað í því.
ljósaperuundrið: inni á baði hjá mér er flúorpera fyrir ofan vaskinn sem fyrir dálítið löngu síðan sprakk. sökum peningaleysis og fyrir þá staðreynd að ég á sjaldan leið fram hjá þess lags búðum sem selja flúorperur hefur ekkert orðið af þeim áformum að festa keup í nýrri peru og koma hinni fyrir kattarnef. þar af leiðandi hefur sprungna peran bara setið kjurr svo að ég fyrir slysni stingi ekki fingrunum í ölæði inn í perustæðið og láti lífið. svo í gær þegar ég vaknaði, hress að vanda var kveikt á sprungnu flúorperunni. ég veit ekki hvað gerðist en kannski tengist það öllu rafmagninu í loftinu þessa dagana... en það var dáldið spúkí... jæja, þá bið ég vor góða helgi. kannski verður eitthvað nýtt á mánudag... see ya!
p.s. ég vona svo að þið séuð búin að skila inn til lögreglunnar öllum ólöglegu skotvopnunum ykkar svo fleiri börn þurfi ekki að deyja. helvítis ameríku fasismi sem ríkir hérna!
gestabók

Engin ummæli: