mánudagur

ola!
jæja, þá hefur þessi listi minn fengið að liggja fyrir nógu lengi... ég þakka lesendum hans falleg orð í minn garð og viðbætur við listann. alltaf gaman að heyra eitthvað huggulegt um sig sjálfan frá öðrum en manns eigin munni. það er semsé eiginlegur sunnudagur í dag þó svo að það sé mánudagur. annar í hvítasunnu og eins og með uppstungudaginn kem ég af fjöllum hvað varðar tilganginn með þessum degi. er ekki nóg komið af dögum sem eru lagðir undir jesú ef þessir í dag og í gær eru honum tengdir? en mér til mikillar armæðu er ég að vinna í dag á þessum eiginlega degi. ég geri þetta alltaf, segi já við vinnu sem er fjarlæg martröð og virðist þá ekki svo slæm en síðan þegar dagurinn sjálfur rennur upp blóta ég sjálfri mér fyrir að hafa sagt já. "andskotans fíflið þitt" hugsaði ég þegar ég vaknaði í morgun böðuð morgunbirtunni.
mamma bauð mér í mat í kvöld. við erum aftur orðnar vinkonur eftir mánaðar rimmu. reyndar langar mig ekkert til að tala við hana hvað þá fara til hennar að borða einhverja bévítans steik. hún er nefnilega eiginlega búin að selja ofan af mér íbúðina. nú er svo komið að ég þarf að fara að verða fullorðin. svona gerir hún þetta og hefur alltaf gert. dembir yfir mig einhverjum fréttum og kippir fótunum undan mér í leiðinni. hún er líka með fasteignafetish enda á hún heiðurinn af a.m.k. 10 af þessum 18 flutningum mínum í gegnum tíðina. og hér sit ég með óeðlilegt hárlos af kvíða og áhyggjum yfir því að þurfa að fara að kaupa mér íbúð. en nú er vinnutími... see ya!
gestabók

Engin ummæli: