miðvikudagur

ola!
mér sýnist klukkan vera endalaust 12:57. ætli þetta sé allt saman draumur...?
á meðan svanfríður var í mat áðan var ósköp lítið að gera á hæðinni minni. og til að drepa tímann uns ég kæmist sjálf í mat til að blogga ákvað ég að leggja sjálfri mér tarot spil. þetta geri ég stundum þó ég hafi takmarkaða trú á því sem ekki fær hönd á fest, þá er ég að tala um spána ekki spilin. auk þess er ég með svo lélegt minni að þessi spil gætu sagt mér sannleika lífsins og ég væri búin að gleyma því jafnskjótt og spilin væru farin ofan í boxið aftur. ég var semsé að dunda mér við þessi heimskulegheit áðan og það kom ekkert fram nema slæmir hlutir, dauðsföll, veikindi, arðrán og ég veit ekki hvað og hvað. og nú er ég bara kvíðin og líður illa. helvísku spil. ég er að tala um að ég lagði þau fjórum sinnum til að bæta fyrir hverja slæma spá en þetta versnaði bara og versnaði. ég reyni að hugga sjálfa mig með því að þetta hafi ekki verið mín spil. búðin á þau og þess vegna gerðist þetta. gott ég er að fara til sála á eftir, ég veit ekki hvað ég ætti að gera við mig það sem eftir lifir dags ef ég gæti ekki rætt við einhvern um þessa hræðilegu lífsreynslu.
í gær fór ég á barinn með litla afmælisbarni. það er eiginlega dáldið huggulegt að mér finnst en hressó er einhvern veginn orðinn kaffihúsið/eftirmiðdagsbarinn okkar. "where everybody knows your name...." skiljiði....? annars varð ég bara mjög typsí, eiginlega helvíti drukkin því mér hafði á einhvern magnaðann hátt tekist að gleyma að borða yfir daginn og þess vegna fóru þessir 2 bjórar beint í litla hausinn. endaði á því að ég þurfti að skakklappast heim og fá mér wonton núðlusúpu sem ég brenndi við í pottinum því ég var svo upptekin af jay leno og núna man ég ekki einu sinni hvað þátturinn var um.
ég er búin að fara í tvo ljósatíma og mér finnst ég eiginlega bara vera á litinn eins og drullupollur. seinast lækkaði ég andlitsljósin eins mikið niður og ég gat svo ég myndi ekki þurfa að ganga í gegnum pepperóní andlits hryllinginn aftur. en í hvert skipti sem ég lækkaði ljósin drundi bara einhver karlmannsrödd allt í kringum mig inni í ljósabekknum í einhverjum innbyggðum víðóma hátölurum sem sagði mér alltaf að slappa af og draga djúpt andann. ég skil ekki alveg...
see ya!
gestabók

Engin ummæli: