fimmtudagur

áður en ég byrja að andstyggjast út í heiminn vil ég tileinka allar góðar bloggfærslur mínar tveimur afbragðs konum. betu til að byrja með, eitt sinn kennd við rokk, því hún átti afmæli í gær og varð eins og sannur rokkari, 27 ára. og síðan hinni guðdómlegu frjósemisgyðju, móu systur minni. lífið virðist leika við hana þessa dagana og ef ég heyrði rétt þá komst hún inn í LHÍ í gær. til hamingju báðar tvær! þið eruð rosa spes! fokk it!
en líf mitt hefur verið ein sorgarsaga... nei! þvert á móti en mikið er þetta fleyg og sjarmerandi setning. ég vona að ef ég fæ einhvern tímann hlutverk í kvikmynd þá fái ég að segja þessa setningu, blæðandi á einhverjum kirkjutröppum, svikin af ástinni. eða ég get bara skotið henni að á dánarbeðinu sem væri kannski ekki gaman fyrir börnin.
en ég er að sjálfsögðu úrill núna sem og endranær nema hvað að það er ekki að ástæðulausu... held ég... rétt áðan fékk ég tölvupóst um að ég þyki ekki vera efni í þátttakanda í grasrótarsýningunni. og af því að ég er ég tek ég þessu með eindæmum illa. mér finnst að mér vegið, mér finnst ég vera ómöguleg, ömurleg, misheppnuð og dauðyfli. þegar ég klára vinnuna í dag ætla ég beint í ríkið þar sem ég festi kaup í rauðvínsflösku fyrir seinustu aurana og svo fer ég heim og drekk mig blindfulla. ef það væri ekki komið andskotans sumar myndi ég sitja í myrkrinu og vorkenna mér nema að nú þarf ég að gera það í hábjörtu dagsljósi mér til mikillar armæðu. það ar langt frá því jafn áhrifaríkt að sitja einn í dagsljósi eins og það er í myrkri.
og svo til að bæta gráu ofan á svart er ég búin að lenda þrívegis í andlegri þuklun á tveimur síðustu dögum. andleg þuklun er þegar fólk segir eitthvað við mann sem gengur mjög persónulega á. t.d. sagði einn maður við mig:
hann: ,,veistu af hverju ég kem svona oft hingað?"
ég: ,,nei"
hann: ,,til að horfa á þig... he he he".
þetta hefði verið allt í lagi ef hann hefði verið hið minnsta huggulegur en nei! pulsuangandi petófíll!
bless!
gestabók

Engin ummæli: