mánudagur

ju minn eini! alveg er það magnað hvað það getur létt til á örskotsstundu í sálinni. að sjálfsögðu er það kostur fyrir kvíða- og þunglyndissjúklinga þegar styttir upp því við kunnum svo rosalega vel að meta það þegar allt er orðið gott. með fullri virðingu fyrir heilbrigðum. allavega þá er það þannig að ein katarína, en þetta blogg er tileinkað henni í dag, ætlar að gerast svo mikill öðlingur og taka snoddas og prumpu að sér fyrir mig. mér er svo ónefnanlega létt að þið getið ekki trúað því. ég var andvaka í alla nótt að hugsa um hvað myndi verða um þau og allar viðbjóðslegu lógsögurnar. og svo er það besta af öllu... eftir mikið þref við samviskuna í sjálfri mér ákvað ég að senda góðu konunni sem á grettisgötuna e-mail varðandi páku litlu. ég sagði henni frá henni og útskýrði væntumþykju mína í garð þessarar litlu veru og hún væri engum manni til ama. bara líka svo mér liði 100% vel í íbúðinni með hreina samvisku og enga laumufarþega. svo leið og beið og ég taldi það ekki gott merki. en áðan fékk svo e-mail frá góðu konunni þess efnis að páka mætti vera ef við stöllur hefðum hljótt um okkur því hommíska parið á neðri hæðinni ku vera miklar pempíur. það sem ég hef þó á þá er að þeir eiga hund. góða konan sagðist sjálf vera mikill dýravinur enda var ég búin að stóla á það tromp eftir að heyra hana tala og það virkaði. er þetta ekki yndislegt? allt endar vel og öllum börnunum mínum á eftir að líða vel. mikið er ég fegin. takk kata!!!! eftir 2 vikur og nokkra fiskikalla verður allt gott.
see ya!
gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húrraaaaahhh fyrir pylsugerðarmanninum..
Til hamingju með áhyggjuleysið elsku Tinna.
Hlakka til að koma heim og hjálpa þér að flytja í nýju íbúðina, ég er þinn æviráðinn hjálparflutningarsamverji, sæta!
Hvenær kemurðu til byggða aftur? Og viltu passa á þér gotraufina innan um alla villisjómennina.....
Bi.