þriðjudagur

ola!
jæja, garðsalan gekk vonum framar þrátt fyrir þá undarlegu vakningu sem ég fékk upp af drauminum að ég ætti vini. ég var að minnsta kosti aflakóngurinn og uppskar dágóða fúlgu af 1000 köllum. það verður síðan önnur garðsala síðla sumars. þá geta safnarar gert aðra atlögu að minningum mínum.
ég rak augun í íbúð í dag og hafði samband. eina ástæðan fyrir því að ég gat haft samband var vegna þess að ekki þurfti ég að hringja til þess. skrifaði tölvupóst. mikið verð ég að fá eitthvað við þessari símafóbíu... það eru semsé einhverjir fjárans útlendingar á eftir íbúðinni líka. nei! slæmt karma.... ég meina indælt fólk af erlendu bergi brotið sem hafði sagst vilja taka íbúðina. nema góða konan sem ég emailaðist við í dag sagði að þeir hefðu ekki haft samband svo að ef hún hefði ekki heyrt frá þeim á morgun myndi ég vera næst á listanum. hún sagði að sér litist voða vel á mig eftir að ég var búin að senda henni einlægar upplýsingar um mig og mína hagi. og íbúðin. juminn eini. vilji trúaðir lesendur fara með eina kvöldbæn fyrir mig í kveld? mikið væri lífið indælt ef þetta gengi eftir. og svo að strákurinn væri líka skotinn í mér.... hí hí.
ég fékk yndislega síðbúna jólagjöf frá XX kærastanum áðan. mér hlýnaði óskaplega mikið í hjartanu....
en nú nenni ég þessu ekki. ég er jafnvel að hugsa um að taka smá frí á meðan öllu baslinu stendur. ég er svo agalega tens þegar hlutirnir henga í lausu lofti. sé til. en þið hugsið fallega til mín vonandi.... og biðjið.
see ya!
gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

loksins gaf hann þér gjöfina mar. búin að bíða og bíða. varstu ekki glöð. ógilla flott gjöf, finnst mér. og ég skal biðja til allra minna gyðja fyrir þér tinna mín.
betsen