sunnudagur

tilfinningadvergur í dag. ætli það sé satt sem mamma sagði um að ég sé alltaf óhamingjusöm... ég er samt að passa móu&arnars heimili þangað til að ég fer vestur að skemmta fiskiköllunum með systu. það er ágætt. gott afdrep og internetið. nema hvað að ég er að hlusta á einhverja blúsaða músík. best að skipta kannski...
en allavega þá hlakka ég óskaplega til að flytja. mikið verður huggó hjá mér og páku litlu. er búin að ákveða eftir mjög mikla umhugsun að halda því litla greyi því hún er svo óskaplega hrædd við lífið og allt í kringum það. held að móðurtilfinningin mín fái sín best notið verndandi páku mína. ég get bara ekki hugsað mér að hafa enga kisu. bestu dýrin. alltaf svo huggulegt að hafa lítinn loðhnoðra sem er nokk sama um allt nema að fá eitthvað í litla mallann og láta klappa sér. ég veit að prumpa og snoddas eiga eftir að plumma sig hvar sem er. systkynarígurinn er líka dálítill hjá þeim og þeim er held ég ekkert neitt sérlega um hvort annað gefið. magnað að þau komi úr sama goti. ég held meira að segja að þau séu ekki að setja neinn skilning í það að þau séu skild. og það sannast án þess að ég fari í nein smáatriði þegar prumpa hefur verið að breima, mér að kenna þegar ég gleymi að gea henni pilluna, en þá er hann snoddas bróðir hennar alltaf boðbúinn að leggja henni lið í þeim málum. jukk!!! ég tileinka þeim þessa færslu. snoddas sem einhvern veginn varð samkynhneigður kynleysingi en samt ekki eftir að kúlurnar hans voru teknar. hann er málglaður og stendur stundum og horfir á mig og brummar eitthvað út í loftið eins og hann sé af öllu hjarta að ræða málin. það er líka ótrúlegt hvað það er hægt að tuskast með hann og halda á honum tímunum saman eins og ungabarni þangað til að hann sofnar. svo einstaka sinnum, nokkrum sinnum í viku kemur hann malandi til mín og þá þarf ég bara að knúsa hann aðeins og velta honum um í örmum mínum og hann er glaður. prumpa aftur á móti er einstaklega mikil kelirófa og nær undantekningalaust kemur hún sér fyrir malandi ofan á mér hvort sem ég er að horfa á sjónvarpið eða sofa. það er óskaplega huggulegt því mannlega hjartað trúir því að hún sé að gera þetta af því að henni þyki svo ægilega vænt um mig. hún vekur mig líka stundum um helgar þegar hún er orðin svöng með því að nugga nefinu undir hökuna á mér. iss, ég er orðin klökk. nú halda eflaust margir að ég sé búin að tapa því. kattakonan farin yfirum! en það er bara ekki þannig og fólk sem ekki eru gígantískir dýravinir getur ekki með nokkru móti skilið að það sé hægt að elska dýrin sín svona mikið. sem dæmi fannst piltunum eitthvað sniðugt að segja viðbjóðslegar sögur af aflífun katta um daginn eins og það sé eitthvert gamanmál. og sérstaklega ekki þegar maður þarf að finna góð heimili fyrir sín dýr. jæja, nóg um það. hætti áður en ég fer að grenja...
ég datt í neighbours um daginn. þá tók ég eftir því að byrjunin, þið vitið þegar það er verið að kynna persónurnar og ömurlega neighbours lagið spilast undir, er ansi erótísk. kannski sé ég þetta bara svona af því að ég sef ekki nógu mikið hjá en ég held samt ekki. til dæmis er alltaf ein stelpa í voða efnislitlu bikiníi undantekningalaust kramin blaut á milli tveggja drengja í pínulítilli og uppblásinni garðsundlaug. allir eru einhvern veginn að veltast utan í hvort öðru í grasi og horfa svo ögrandi í myndavélina eins og klámmyndaleikkonurnar þegar það er verið að taka þær aftan frá. og verst af öllu er svo púrítanska kennslukonan sem missti manninn sinn þegar hún stendur og horfir með sama ögrandi augnaráði í myndavélina og vindur blautan svamp svo að hvít froða lekur úr honum og fjölskyldan hennar stendur í bakrunni með litla son hennar í fanginu og horfir hlæjandi á. reyniði að segja mér að það séu ekki einhver dulin skilaboð þarna eða jafnvel heilaþvottur í gangi.
farin að horfa á dvd en hugsiði um þetta.
see ya!
gestabók

Engin ummæli: