fimmtudagur

halló!
hér er ég komin aftur og með öllu allsgáð í þetta skiptið enda er ég hætt í bili að dansa við áfengis- og eiturlyfjadraugin. það hefur ekkert upp á sig að skella sér í annarlegt ástand þegar hjartað er í molum. tell mí abát it! það endar þá bara með því að ég ligg á brókinni á gólfinu heima hjá mér, grenjandi úr mér augun og með sviðið hár (önnur saga), líklegast að hringja einhvert sem ég á ekki að vera að hringja. það var semsé spilað með mig af egóista. ekki við öðru að búast af egóista en á öllu átti ég von á nema þessu frá þessari manneskju. já! ég er bitur en svona vitleysa gerir konu líka bitra. ég er næstum orðin afhuga því að verða nokkurn tímann ástfangin aftur. ég fæ m.a.s. hroll bara við tilhugsunina í augnablikinu. mér finnst ég hafa verið niðurlægð og bara af því að ég held að sumir vildu hafa seinasta orðið. fokk it! betra að vera reiður en leiður. ég fór líka í gær og keypti mér eitthvað te sem á að vera gott fyrir sálartetrið, það er nú hálfgert hómópatabragð af því og ég hef ekki efni á hunangi út í en kannski virkar það vel á mig. svo festi ég líka kaup á magnesíumtöflum sem móa systir mín sagði vera góðar fyrir taugakerfið. ég get allt eins sturtað þeim í mig líka með teinu. þær kannski púsla saman einhverjum af þessum molum inni í mér. svo eru það fjölvítamínsfreyðitöflurnar sem ég tek líka samviskusamlega á hverjum degi. að sjálfsögðu reyki ég sígarettu með fjölvítamínsdrykknum. það er alveg ómögulegt að fara hella sér út í eithhvað heilsuræktarrugl og enda svo bara í fæðubótaefnum að taka 300 kíló í bekkpressu, heitir þetta ekki annars bekkpressa? gott! ég er augljóslega ekki orðin of langt leidd í heilsuræktinni, kann ekki að stafa þessa vitleysu. auk þess finnst mér kúl að drekka vítamíndrykk og reykja sígarettu með.
sumarfríið er búið eftir 4 daga og ég hlakka næstum til að fara að vinna aftur. þá get ég í það minnsta einbeitt mér að andfúlum viðskiptavinum, blekhylkjum og ástarmálum samstarfsfólksins. ég get ekki lengur hangið í þessu volæði. get í fyrsta lagi aldrei sofið út og svo hlusta ég bara á barry manilow og grenja. annars veit ég að samstarfsmenn mínir dunduðu sér við að baktala mig í sumarfríinu. svona fréttir maður þegar maður hittir vitlausar stelpur á bar. annars lítið við því að gera, það er víst svona þegar urmull af konum vinnur saman. ég veit allt um það því ég hef tekið þátt í þessu. en láti ég mér þetta að kenningu verða því þetta var bara enn einn svarti bletturinn á karmað og nú er ég mótiveruð í að verða betri stelpa. hér eftir hugsa ég bara vondu hlutina, þegi og segi ef það er eitthvað gott. hipp hipp húrra!
það var semsé þetta kvöld þegar ég kveikti í hárinu á mér á barnum. ég hefði að sjálfsögðu ekki átt að fara að djamma en svona er það bara þegar allir vinir manns sjá ekki sólina fyrir djamminu og ekki dugar að vera ein heima í nýju íbúðinni og grenja endalaust. vinkona mín var uppi á borði að dansa eins og henni einni er lagið. ég er lítið fyrir það, að dansa uppi á borðum enda er ég gædd þeirri firringu sem eltir konur á röndum að halda að ég sé feit og trúi því ekki að neitt borð haldi mér uppi nema það sé úr tekki. og borðin á sirkus eru langt frá því að vera úr tekki eins og margir vita. en þessi vinkona mín hrundi svo með öllu saman af borðinu og niður á gólf og af því að innst inni við beinið er ég góð hjálpaði ég henni á fætur. en það vildi þá ekki betur en svo til að ég einhvernvegin rak mig utan í kerti á einu borðinu með þeim afleiðingum að eldur tók að loga í mínu yndisfagra og hárspreyjaða jackie o hári. ég veit ekki hvað eigendum sirkus gengur til og mér var á tímabili skapi næst að lögsækja þau. hver hefur logandi kerti á bar sem er alræmdur fyrir sína dauðadrukknu og útúr heiminum viðskiptavini? það brann nú ekki mikið því þrátt fyrir mikla ölvun fann ég þessa viðurstyggilegu fýlu sem gossar upp ef kveikt er í hári og náði þannig með naumindum að slökkva í sjálfri mér. guði sé lof! annars hefði maður kannski bara endað eins og petófíllinn mækol djakson eftir pepsi auglýsinguna á sínum tíma. sviðið höfuðleður að misnota börn. ekki gæfulegt! mestu særindin voru þó að mér fannst að kvenleika mínum vegið og þess vegna endaði ég líklega grátandi heima á brókinni að hringja í mizter egó.
svei mér þá, ef ég er ekki bara öll að hressast... og gaman þegar ókunnugir skrifa eithhvað svona skemmtilegt í kommentin. mér finnst ég næstum verða heillandi fyrir vikið. takk zobbeggi!
see ya!
gestabók

4 ummæli:

La profesora sagði...

bara láta vita að ég les þig alltaf og finnst stórskemmtilegt.
lóusys

Nafnlaus sagði...

Sömulei.. þú ert hvunndagshetja á mega kalíberi.
Þórdís

Nafnlaus sagði...

Ég hef engan heyrt baktala yður og held að þetta sé raunveruleikafirring. Komdu heim í Eymó, hér erum við allar á breytingarskeiðinu, ein skælir á dag...
Æsa

Tinna Kirsuber sagði...

þakka ykkur fyrir kæru heillanornir. i´m on my way æsa... see ya!