mánudagur

halló.
ég er að vinna, það er fínt. segi ykkur allt um það í kvöld. ég var annars að velta því fyrir mér og hálft í hvoru að vona að þið hefðuð eitthvað um uppáhaldslistann að segja. þessi þarna með bestu myndunum, bókunum og músíkinni neðar á síðunni... kannski eitthvað smá feedback eða svo fyrst maður var nú á annað borð að eyða tíma í þetta.
see ya!
gestabók

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, skora á þig að sjá nokkrar myndir sem vantar á listann þinn (ábyggilega af því að þú hefur misst af þeim) Delicatessen (svört comedia um mannát), Babettes Gæstebud (eftir sögu Karenar Blixen), Bagdad Cafe með Marienne Sagebrecht, Stranger than Paradise og Down by Law (Jim Jarmusch)
Svo eru tvær eldgamlar: What Ever Happened to Baby Jane með Betty Davis og Joan Crawford & síðast en ekki síst The Horsemen(John Frankenheimer)sem er alveg brill.

Tinna Kirsuber sagði...

ok! en hver ert þú? ég skal athuga þetta allt, viðurkenni samt fúslega snobbleysi mitt í sambandi við svona myndir sem allir hafa séð að eiga að sjá... delicatessen er samt mynd sem ég hef engan áhuga á að sjá og ætla mér aldrei. einum of mikil firring fyrir minn smekk. takk samt fyrir inpúttið! see ya!

Nafnlaus sagði...

Hæ, ég er Lína. Við þekkjumst ekkert en ég hef gaman af að lesa um þitt veraldarvolk.
Þetta með Delicatessen, sko ég vissi nú ekkert að þetta væri einhver "snobbmynd" hehe..sá hana í bíói fyrir meira en 10 árum síðan..en hún er samt frábær og fyndin hryllingsmynd. Ég er sammála þér með Bram Stoker´s Dracula, enda er ég Dracula-fan eftir að ég las bókina, sem er by the way á mínum lista yfir uppáhalds bækur. Dettur í hug ein bíómynd í viðbót sem ég mæli með; hryllingsmynd sko ;) Don´t Look Now, með Julie Christie og Donald Sutherland. Myndin gerist í Feneyjum.