laugardagur

önnur færsla: æji hvað ég er eitthvað blúsuð. þetta er alveg óþolandi. búið að standa yfir síðan einhvern tímann í maí og ég er alveg að gefast upp. hvenær kemur sólin upp í hjartanu mínu? ég kenni að sjálfsögðu mizter ego alfarið um þetta, a.m.k. 90%. ég ætlaði ekki að tala um þetta hérna því ég veit að hann les bloggið mitt stundum en fokk it! þetta er mín dagbók og ég segi það sem er. ég vil bara ekki að hann fyllist einhverri firringu og mikilmennskubrjálæði og haldi að hann hafi eitthvert tangarhald á mér. sem ég skil svo ekki af hverju ég ætti að halda því hann sýndi á mánudaginn að honum er nokk sama... og það er kvöld og ég er ein. alltaf einhver viðbjóður á rúv og ég get ekki hlustað á neina músík án þess að fá sting í hjartað. veit samt ekki með dauðarokk en þá fengi ég hvort sem er bara sting í eyrun. ég er nú meiri vælukjóinn alltaf. ef að núna væri árið 1870, sem að væri þá náttúrulega ekki núna, myndi ég ekki leyfa mér að eiga þessar hugsanir. nema að þá myndi þetta kannski enda á því að ég berði börnin mín og kannski maka líka útaf öllum niðurbældu tilfinningunum. vitiði hvernig þetta er? það er eins og einhver eða eitthvað standi á bringunni á mér og ég get ekki dregið andann eðlilega alveg niður, það eru alltaf þessi þyngsli. þetta er ekki líkamlegt, heldur einhver óútskýranlegur og þó, þungi yfir brjóstinu. ég reyni og reyni og reyni að hugsa eitthvað frábært og brosa út í loftið en það virkar ekki. það er eins og það sé einhver hjúpur utan um mig sem hindri að ég geti teygt mig alveg út, stingur í maganum. og ég verð að hafa mig alla við til að vera á varðbergi eins og það sé eitthvað vont alveg að fara að stökkva á mig, einhver geðveiki. kannski er það bara svona að vera geðveikur... og ég veit af hvítvíninu sem ég má fá mér af inni í ísskáp. og mikið væri það gott, að fá sér eitt hvítvínsglas til að slappa af en ég þori því alls ekki. hvað ef hryllingurinn nær mér þá? um leið og ég sofna á verðinum við fyrsta sopann og þá kemur allt yfir mig. ég er að segja ykkur það, ég fékk þrefaldan skammt af tilfinningum á meðan allir aðrir fengu venjulegan skammt í vöggugjöf. kannski átti ég bara að verða þríburar. það útskýrir þessa eylífu árekstra inni mér. ef mér finnst eitt er ég viss um að hitt sé líka rétt, svo kemur einhver málamiðlun út úr því og á endanum snýst ég bara í hringi. inni í þessum hring er ég. djöfuls útlendingarnir með hávært partý í garðinum. ef ég væri súper spontant myndi ég far út á mínípilsinu og segja hæ. svo segði ég þeim sögur af því þegar ég vann í danmörku við að þrífa hótelherbergi og hvernig kínverjarnir hefðu alltaf gefið bestu tipsin en jafnframt verið með skítugustu herbergin. og þegar ég þurfti að kafa með hanskalausa hendina ofan í klósettið til að sækja smokk sem vildi ekki sturtast niður. og ég segði þeim líka frá ilmkúlunum sem voru látnar í ryksugurnar til að það kæmi góð lykt við ryksugun og húðflöguherberginu. síðan myndi ég kannski líka segja þeim frá því þegar ég bjó í hollandi með xx sem er valdur að hjartabrotinu, og var freðin allan tímann og lifði eins og kóngur sem gat keypt flík á dag í h&m. ég myndi hlæja hæst og sulla rauðvíni út um allt og láta þau kenna mér dónalega frasa á spænsku. ég ætti upphafið að dónalegum kyssuleik og í fyrramálið myndi ég vakna allsber með stinn brjóst og karlmenn á hvorri hlið. þau sjá mig aldrei aftur því þannig er ekki ég.
gestabók

Engin ummæli: