mánudagur

komiði marg blessuð og sæl!
hingað suður er ég komin. lenti kl. 11 í morgun og var himinlifandi. ég fæ alltaf mjög mikla heimþrá þegar ég fer í sveitir. og oftast eftir einn dag. ég sakna líka kisanna svo mikið af því að ég er lúnatik kattaeigandi sem fæ kitl í magann af væntumþykju þegar ég hugsa um kisurnar mínar. og svo er bara lang best að vera heima. ég var heldur ekki alveg að gúddera þessa drykkju þarna og allt sem því rugli fylgir. það var samt mjög gaman þarna á ísafirði svona framan af. tónleikarnir byrjuðu allir hálftíma eftir að við lentum á laugardaginn, kl. þrjú og svo stóðu þeir alveg til eitt um nóttina með hverri hljómsveitinni á fætur annarri. og mér og bibberti til ákaflega mikillar ánægju vorum við sett á hótel. í staðinn fyrir bóhem - heimavistina sem við áttum upphaflega að vera á. guð hjálpi mér hvað ég er fegin, því það var non stop partý á heimavistinni alla helgina með freðnum hljómsveitarstrákum. hótelið var frábært og hver elskar ekki að vera á hóteli? það var mini - bar sem m.a.s. var ekki fáránlega dýr, risa rúm sem ég gat legið þver í sem þýðir að það var breiðara en 166 cm., stöð 2 og dásamlegasta sturta sem ég hef á ævinni farið í. ég skipaði bibberti að fá sér svona blöndunartæki þegar hann gengur í sturtumálin sín í "íbúðinni". um leið og við vorum búin að koma dótinu okkar fyrir á hótelinu fékk ég mér bjór af nauðsynlegum ástæðum sem eru: ég var búin að þurfa að taka á loft og lenda tvisvar sinnum sama daginn sem og að þá var mjög mikil ókyrrð í loftinu þegar við vorum að lenda á ísafirði. svona eins og maður væri í rússíbana. það var viðbjóður, sérstaklega af því að ég hafði sofnað í flugvélinni og vaknaði svo með andfælum haldandi að ég væri að fara að deyja. skátar spiluðu fyrstir og ég hafði aldrei áður heyrt í þeim. en þeir komu skemmtilega á óvart, minntu samt dáldið á örlí stuðmenn. þó fannst og finnst mér söngvarinn helst til torkennilegur ungur maður en það er svosum ekkert við það að athuga. og svo kæru herrar mínir og frúr upplifði ég fyrstu írafár tónleikana mína. ég hafði þá ekki rangt fyrir mér eftir allt saman, írafár voru að spila á hátíðinni. örugglega af því að þau eru líka dreyfarar. mér fannst þau allavega ömurlegt og birgitta haukdal er augljóslega með anorexíu eða lystarstol og býr á sólinn því hún er jafn brún og suðusúkkulaði. en þó verð ég að hrósa henni með eitt... hún gitta er fjandi góð að ná upp stemningu, kannski ekki mikil áskorun þegar aðal áheyrendahópurinn er tólf ára g - strengja gangandi smástelpur. restina af hljómsveitunum er ég svo ekki með á hreinu þar sem að áfengisdrykkja virðist þessa dagana slæva minni mitt svo um munar. það er líklega útaf lundarlyftunni. en ég man samt ghostdigital. þeir voru magnaðir! og ég er ekki að segja þetta bara af því að ég er að deita curver. þeir voru frábærir og bara með nýtt efni. teknó og kraftmikið. svo er bara svo flott að horfa á þá alla þarna uppi ásviðinu. og stuttu eftir það fór ég bara upp á fína hótelherbergið að lúlla. ekki mikill djammari... morguninn eftir, páskadag, í gær, vöknuðu svo allir snemma og fóru í morgunmat til vagnssystra í bolungarvík. ég á ekki til orð yfir gestrisninni þeirra. þær elduðu morgunmat fyrir 40 manns sem þær þekktu ekki neitt, spiluðu á píanó og sungu og sögðu gamansögur af bæjarbúum. mér þykir mjög vænt um að hafa upplifað þetta, að hitta svona einlægt og virkilega gott fólk sem gerðu þetta bara af því að þeim finnst svo gaman að fá gesti og eru mjög músíkölsk... aghh... ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. er bara sybbin og fegin að vera komin heim og nú ætla ég bara að horfa á vídjó. jukk! ég trúi ekki að það sé vinna á morgun. ó mæ god hvað ég trúi því ekki.
see ya!

1 ummæli:

gulli sagði...

hæ, Tinna. Þá erum við bara bæði komin heim í víkina. Eigum við máski að hittast í vikunni. Tsjilla eða eitthvað..?