föstudagur

í nótt dreymdi mig gamla vinkonu úr austurbæjarskóla og jarðskjálfta. ég hræðist fátt meira en jarðskjálfta. mig dreymdi líka margt annað sem ég ætlaði að skrifa um af því að draumar eru svo furðulegt fyrirbæri, en mér tókst ekki að halda þeim í minninu. einn var samt um betu og ég man ekki meir. og svo svaf ég ekki mjög vel þar sem að páka er ósátt við nýja gestinn og lætur í sér heyra. ég er ekki að meina bobby heldur dimmalimm. en eins og hjörtur brósi orðaði það, myndi ég ekki vera fúl ef það kæmi bara allt í einu einhver stelpa hingað heim til mín og færi að róta í öllu mínu án þess að spyrja kóng né prest? júbb. ég yrði brjáluð vægast sagt. en ég man þegar páka kom fyrst, þá var prumpa í fýlu út í allt og alla í næstum þrjár vikur. og ég sleppti því að fara í kræklingatýnsluna til að halda friðinn hérna heima hjá mér í dag.
í dag er "the good friday" eða föstudagurinn langi. annar dagur sem ég er búin að gleyma hvað stendur fyrir. eitthvað með jesú og nagla held ég. eða kross... ég minnist þess samt að hafa í æsku þótt þessi dagur mjög leiðinlegur. það er allt dautt við hann, eða var það a.m.k. í nútímanum er enginn dagur lengur heilagur. það eru örugglega einhverjar sjoppur opnar. og ég er alveg að vera búin með retturnar og ég á ekki krónu með gati og ég er að fara til ísafjarðar á morgun. til gamans má geta þess að ég eyddi seinustu aurunum í rúnstykki og beikonost í gær. mér er ekki viðbjargandi. hvenær verð ég milljónamæringur? þegar ég verð milljónamæringur ætla ég að gefa mömmu minni risa sjónvarp, svona flatskjá sem nær yfir heilan vegg og gsm síma. og ég ætla að gefa pabba, eða manninum sem gegnir þeim titli í mínu lífi, fullkominn fjallajeppa sem hægt er að búa í. og ég ætla að gefa kötu systur eldingarvara fyrir dýr þar sem að það virðist vera svo að öll dýr sem henni þykir vænt um verði fyrir eldingu. og líka nýjan hest. ég myndi gefa bibba úr, fullkomið tímaskyn og upptöku stúdíó. betu myndi ég gefa endalausan sígarettusjálfsala og kynlífsþræl sem gæfi henni súkkulaðihúðuð jarðaber. gulla myndi ég gefa góða konu sem myndi elska hann fyrir snillinginn og öðlinginn sem hann er og síðast en ekki síst myndi ég gefa birtu ótakmarkaðan flugmiða fram og til baka frá köben til íslands svo hún gæti komið þegar hún vildi. ég myndi kaupa kattholt og senda davíð oddson og halldór ásgrímsson í útlegð á kaffi austurstræti. svo myndi ég vingast við bobby fisher og fá hann til að breyta kennitölunni sinni svo hann eigi ekki sama afmælisdag og ég og senda hann í mjög intensíva sálfræði - þerapíu. ég myndi síðan nota restina af peningunum til að kaupa lítið og sætt einbýlishús í vesturbænum, ættleiða kínverskt barn og fá michael moore til að skjóta bush.
see ya!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað þú ert dásamleg tinna mín. mér líður eins og þú hafir nú þegar gefið mér þræl og sígó. ég elska þig.
beta.

Nafnlaus sagði...

ÞAÐ GLEÐUR MITT LITLA HJARTA AÐ SJÁ HVAÐ ÞÚ ERT GÓÐ MANNEKSJA....