þriðjudagur

ola!
þátturinn "taktu til" eða hvað sem hann nú heitir með heiðari snyrti og kærustunni hans hefur náð að toppa allan viðbjóð annan í aulahrolli. hann er m.a.s. svo mikill aulahrollur að hann hrinti "fuck með sirrý" úr toppsætinu um mesta aulahrollinn. þetta er án efa það pínlegasta sem ég hef á ævinni horft á. ég er viss um að ef ég horfi á heilan þátt án þess að skipta þúsund sinnum um stöð í aulahrollskasti muni ég gefa upp öndina í sófanum af viðbjóði og ömurlegheitum. hvernig stendur á því að íslendingar ætla alltaf að reyna að vera eins og kanar? og við lærum ekki af mistökunum! við erum ömurlegar eftirhermur svo lítið sé sagt. þá meina ég eftirhermur hvað varðar að reyna endalaust að "púlla" eitthvað kjánalegt út úr rassgatinu á okkur eins og kanarnir. það er bara tímaspursmál hvenær hinn íslenski jerry springer verður settur á "fjalirnar" fyrir landann. muniði eftir þættinum "fyrirgefðu" sem felix blessaður bergsson var með? er til eitthvað ömurlegra en það? ef það væri "miss universe" í aulahrolli þá myndi sá þáttur vinna.
eftir vinnu í dag, á leiðinni í heimsókn til móu og baunarinnar kviknaði ástin til reykjavíkur sem á hverju vori kviknar í hjarta mér. það er orðið svo hlýtt og yndislegt eitthvað úti. samt ekki svo hlýtt að ég fari úr kápunni en samt nógu hlýtt svo að ég þarf ekki að hlaupa heim og ég horfi í kringum mig. og til að toppa væmnina þá hlusta ég á fuglana syngja sem aldrei fyrr. ég finn hvernig andinn lyftist og mig langar til að gera eitthvað frábært með vinum mínum. en það er líka einhver sorg þarna. einhver pínu leiði. kannski af því að þessi tími minnir mig alltaf á hvernig mér leið einu sinni um sama leiti einhvern tímann áður. kannski af því að þetta er eins og ný byrjun sem þýðir að eitthvað verð ég að kveðja. kannski af því að bráðum munu hlutirnir breytast. eða kannski er það bara af því að eitthvað í sálinni sem er búið að vera innilokað seinustu myrku mánuði er að byrja að brjótast út. kannski eru þetta vaxtaverkir vellíðunarinnar.
ég skilaði inn umsókninni fyrir háskólann á þriðjudaginn fyrir viku og nú er ég bara að bíða eftir formlegu boðskorti frá háskólanum svo ég geti nú farið til lín og sökkt mér dýpra í skuldasúpuna. ég hlakka svo agalega mikið til að byrja í skólanum. en ég er þó náttúrulega að tinnískum sið með bakþanka núna af því að ég er svo hrædd um að klúðra þessu á einhvern hátt. ég hef nefnilega aldrei verið mikill námsmaður. mér fannst viðbjóður að vera í framhaldsskóla. en þegar ég renndi augunum niður eftir einkunnunum mínum úr lhí áður en ég skilaði umsókninni í háskólann varð ég ekki fyrir vonbrigðum. þetta voru kannski engar níur og tíur en það voru sjöur og allnokkrar áttur og gott ef ekki að það hafi bara verið tvær níur þegar öllu var á botninn hvolft. og þá fattaði ég að ég er ekkert slæmur námsmaður. ég þarf bara að hafa áhuga á því sem ég er að gera og blessunarlega er það mikils metin krafa þegar maður er kominn á fullorðinsaldurinn. auk þess sem að einn ákveðinn maður eyddi mjög miklum tíma í að segja mér hvað ég væri léleg í öllu þegar ég var unglingur. það hafði kannski sitt að segja. og ég veit að það er fólk í baghdat sem á meira bágt en ég... en þetta ætla ég að gera vel.
næstu dagar verða góðir... á morgun er eins og föstudagur því að helgin byrjar eiginlega á fimmtudaginn útaf páskunum( ég vona að ég fái páskaegg.... mmmm..... elska súkkulaði....) bryncí á að gjóta á morgun samkvæmt læknum og ég er með fiðrildi í mallanum af spenningi. auk þess er ég spennt að vita hvort spádómsgáfan mín sé enn til staðar um hvort kynið krílið verður. en öllu skiptir þó að allt gangi vel og krílið fæðist heilbrigt með alla útlimi. mest hlakka ég til að sofa í fríinu. elska páskaegg og rúmið mitt.... á fimmtudaginn er ég að vinna stutta vakt og um kvöldið ætla ég kannski að fá mér rauðvínsglas ( ekki fyllerí, bara eitt rauðvínsglas) því ég á tvær flöskur sem ég fékk í afmælisgjöf. á föstudaginn verður aftur á móti mikið fjör því þá ætla ég með þuru og félögum að tína krækling og um kvöldið verður svo slegið upp kræklingaveislu með hvítvíni og tilheyrandi ( gæti endað með fylleríi en það er mitt mál! ) og á laugardaginn liggur leiðin til ísafjarðar á tónlistarhátíðina "aldrei fór ég suður". það tók mig þrjú staðarnöfn og tvær vikur að muna hvert ég væri að fara. svo þessi skrif eru mikið afrek. í viku hélt ég að ég væri að fara til húsavíkur eftir það talaði ég endalaust um seyðisfjörð og olli uppþoti hjá hátíðarhöldurum þegar ég tilkynnti þeim að ég og bibbi værum að fara þangað yfir páskana því bibbi á einmitt að spila á hátíðinni og þess vegna hefði ekki verið gott mál ef hann væri staddur á seyðisfirði á sama tíma og hann ætti að vera að spila á ísafirði. en svona er þetta bara með mig og landafræði... en allavega fljúgum við hjónin í einhverri rellu til ísafjarðar á laugardaginn og komum aftur heim á mánudaginn ef forsjónin lofar. ég dauðkvíði því að fljúga. mér er meinilla við innanlandsflug. seinast þegar ég fann mig í þeim aðstæðum var ég að fljúga frá mývatni með frænku minni henni svanhildi og það var fyrir tæpum tíu árum takk fyrir takk! það var sama dag og elvis dó, sumsé dagsetningin og það var geðveikislegt rok úti. ég man eftir því að sitja í djöfuls rellunni skjálfandi á beinunum og öll samskeyti í vélinni voru teipuð saman. svo hoppuðum við upp og niður og mig langaði ekki til að deyja sama dag og elvis. og mig langar það heldur ekki núna enda engin hætta en ef svo fer þá verður þetta allavega minn dagur. er ekki nóg að bobby fischer, "íslendingurinn" góðkunni stal afmælisdeginum mínum? en ég hlakka til að fara í smá ferðalag með bibba og hlusta á skemmtilegar hljómsveitir og gista á gólfinu hjá einhverjum "in - breed" kotbónda. ég skil bara ekki afhverju í andskotanum hátíðarhaldarar þurftu að troða írafári og gittu haukdal inn í dagskrána. kannski verð ég "hnakki" þegar ég kem heim. heilaþvegin af írafári.
see ya!
gestabók

Engin ummæli: