mánudagur

afsakið, en er það furða þó að maður sé smá rasisti? ég var að koma heim úr vinnunni, fyrir 10 mínútum síðan og ég er dauðskelkuð....
ég ákvað að kíkja aðeins inn í marimekko á leiðinni heim í dag til að brjóta aðeins upp þetta reglubundna munstur að fara beinustu leið heim alltaf eftir vinnu. það er svosum ekki í frásögu færandi nema á leiðinni út úr búðinni er allt í einu kominn maður við hliðana á mér. samtal okkar fór allt fram á ensku þar sem að hann var augljóslega frá einhverju 3. heims landi (kaldhæðið grín og ekki...) en ég ætla að skrifa það á íslensku. hann byrjaði á því að segja; "hey, rauða stelpa" (það vill svo til að ég var í rauðu kápunni minni í dag með rautt sjal og rauða hanska þó mér finnist það engin ástæða fyrir erlenda perverta að nálgast mig). ég ákvað bara að labba áfram og leiða þetta hjá mér enda var mér það kennt í æsku. en hann labbaði bara þétt upp við mig, svona óþægilega nálægt og fór að spyrja mig hvað ég héti, hvar ég ynni, hvar ég ætti heima o.þ.h. ég velti því reyndar fyrir mér um stund að ég væri kannski að vera of vænisjúk, kannski væri þetta bara einmana nýbúi í leit að vinum. svo ég sá því ekkert til fyrirstöðu að segja honum hvað ég héti. tók það samt fram að ég ætti mann, semsé væri gift. fannst ég vera eitthvað öruggari fyrir það. en svo fór hann að tala mjög furðulega. vildi ekki segja mér hvað hann héti þegar ég spurði hann og sagðist vera hérna á íslandi með annan tilgang en flestir og hann gerði ekkert annað en að labba alllan daginn af því að það væri hægt að labba endalaust hérna án þess að lenda neinsstaðar. svo spurði hann hvað ég ætlaði að gera í kvöld og hvort hann mætti hitta mig og fór að segja að maðurinn minn passaði ekki við mig af því að ég væri rauð og hann svartur og bla bla bla.... ég var eiginlega orðin dáldið hrædd þarna af því að ég var stutt frá heimili mínu og ég vil ekki að þessi maður viti hvar ég á heima svo að ég sagðist þurfa að fara inn í mál og menningu. þar faldi ég mig í dágóða stund þangað til að ég þorði aftur heim. og nú er ég dauðhrædd um að þessi gaur byrji að stolka mig. æj æj.... ég ætla undir sæng.
p.s. óska eftir lífverði.

1 ummæli:

gulli sagði...

ég lenti einu sinni í því óláni að rauðhærður maður gekk til mín og spurði mig til nafns.
ég rak honum kinnhest og sagði honum að hypja sig, ég vildi fá að vera einn.