miðvikudagur

egill helgason var hérna í búðinni að kaupa sér sorann dv, líklega af því að það er eitthvað um hann í þessum skeinipappír þjóðfélagsins. ég var að blaða í skilaboðaskjóðu pallsins þar sem eymósystur og stundum bræður láta móðann mása um lífið og tilveruna. egill helgasons horfði hvumsa á mig og spurði mig hvort ég væri að lesa dagbókina mína. þar sem að ég nennti ekki að útskýra þetta út í ystu æsar svaraði ég bara með jái. hann varð enn furðulegri á svipinn og ég sagði; "hvað, minn kæri egill?" og hann svaraði; "það er bara dáldið sjálfhverft að lesa í sinni eigin dagbók". "uss!" hugsaði ég og svaraði á móti; "og ekki að kaupa alltaf dv þegar að það er eitthvað um þig í því en annars lesa það frítt hérna í búðinni alla morgna hjá mér?" egill helgason rak upp hrossahlátur og hljóp út. skák og mát fyrir tinnu!
í dag er ég að fara að lesa bókina who was albert einstein?
blex.

Engin ummæli: