föstudagur

ég biðst afsökunar á skepgerðarbrestum mínum í færslunni hér á undan. ég gleymdi að borða í hádeginu og var með lágan blóðsykur. með lágan blóðsykur er ég illvíg. en nú er ég mett og sit hér með jarðaberjafreyðivín og sígarettu að lakka neglurnar. ég er að gera mig huggulega fyrir afmælispartýið hennar betu.
ég sakna dáldið ragga... hef ég sagt ykkur frá honum? ég er ekki alveg viss og ég er m.a.s. ekki svo viss um að hann heiti raggi en ég kalla hann það alltaf og hann svarar... raggi er bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta og vinur minn. hann poppar stundum upp í búðinni og segist þá bara hafa þurft að koma til að sjá mig af því að ég lýsi upp líf hans. hann er nú bara að skjalla mig, en mér finnst það gaman og það tístir í mér. ég er alltaf að reyna að fá ragga til að biðja ólaf að koma og heilsa upp á mig, hann vill það ekki því að hann tekur starf sitt mjög alvarlega. eiginlega einum of stundum finnst mér. um daginn var hann til dæmis að heilsa upp á mig og leita að bók fyrir ólaf sem var ekki til. þá tók hann upp símann og hringdi augljóslega á forsetaskrifstofuna því ég heyrði í honum og hann sagði: "er forsetinn við?" þá sprakk ég úr hlátri og gerði grín að ragga. ég fékk illt augnaráð að launum. ef ég væri bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta myndi ég alltaf kalla hann óla og segja honum dónabrandara. en ég er ekki með bílpróf.

Engin ummæli: