þriðjudagur

ég fór í bónus áðan eftir vinnu. það er svosum ekki í frásögu færandi nema að það var brjálað að gera. en ég keypti bara það sem ég þurfti, kattamat, klósettpappír, brauð, ost, kartöflur, tannkrem og fleira. þegar kom að því að borga valdi ég að sjálfsögðu vænlegustu röðina og var í alla staði með sérstaklega góða biðlund og þolinmóð. nema auðvitað, eins og alltaf lenti ég í röðinni með pirraða kúnnanum. þessi sem þarf endilega að vera með eitthvað vesen við kassann og taka ótrúlega langan tíma í að borga. hættir við að kaupa eitthvað í miðri afgreiðslu eða er ósáttur við verðið á einhverju og svoleiðis andskotans rugl. og í þokkabót var kassastelpan ný svo að úr varð enn meira vesen. tilgangurinn með þessari frásögn er sá að sanna endanlega að mér var úthlutað sérlega slæmu karma í þessu lífi.

Engin ummæli: