föstudagur

ég hef ekki getað státað af sérstaklega góðu skapi í dag enda illa sofin. blessunin hún páka hélt fyrir mér vöku meira og minna alla nóttina með tregafullum gredduhljóðum sínum. hvur andskotinn! ég er að reyna að hatast ekki út í vesalings kattarskinnið enda er þetta alfarið á minni könnu. mér að kenna að hafa ekki hirt betur um að gefa henni pilluna. en ég verð að viðurkenna að ég fyllist dálitlum viðbjóði þegar hún nuddar sér ákaflega sexúalískt upp við mig og skilur eftir sig blauta bletti í sófanum. það er naumast! ég þakka gluði fyrir að þjást ekki af þessum vandamálum, þá er nú skárra að vera a-sexual held ég.
en nú ber mér að birta niðurstöðurnar úr kirsuberinu. en fyrst allar myndirnar sem ég sá í þeirri röð sem ég sá þær:

garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness
what the bleep do we know
napoleon dynamite

rúsínan (skammarverlaun): darkness
hindberið (3. verðlaun): napoleon dynamite
jarðaberið (2. verðlaun): education of shelby knox
kirsuberið (1. verðlaun): garden state

ég vil þakka öllum þátttökuna og ánægjuna og skemmtunina sem þið færðuð mér.
klikk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já darkness
var frekar vond mynd. Vantaði eitthvað upp á þá mynd.
:D
Sniðug netdagbók sem þú ert með, alveg frábær penni sem þú ert.
Kveðja
bara stelpa sem leið átti framhjá. :D