miðvikudagur

ég og bibbert fórum í kvöld og fengum okkur sushi á veitingarstaðnum í iðu. mmm... ég elska sushi. og mér líður alltaf svo vel eftir að hafa borðað það. ekki fitubollu södd heldur ánægjulega södd. eftir matinn vöfruðum við um bókabúðina. mér finnst iða frábær bókabúð þrátt fyrir að vera keppinautur búðarinnar minnar. þau bjóða upp á svo margar skemmtilegar ljósmyndabækur og hluti. og emily strange dót sem ég elska eins og allir vita. ég fann líka dáldið dásamlegt í iðu... skrifbók og póstkort uppúr teiknimyndasögum eins af mínum uppáhalds teiknimyndasöguhöfundum, adrian tomine. og að sjálfsögðu keypti ég hvort tveggja. ég uppgötvaði adrian tomine þegar ég bjó í hollandi og spændi upp allt sem ég fann eftir hann í lambiek, teiknimyndasögubúð sem ég rakst á í einhverri hliðargötu í amsterdam. hann skrifar dásamlegar sögur um persónur sem lifa sérstaklega innihaldslausu en jafnframt undarlegu lífi og eiga í vandræðalegum og þvingandi kynlífssamböndum við annað fólk. minnir mig dáldið á sögur rithöfundarins núna þegar ég hugsa um það. iðulessan sem á iðu og kemur einu sinni í viku að njósna í eymundsson dásamaði bleika kollinn minn og spurði hvers vegna að ég væri ekki að vinna hjá sér. ég varð vandræðaleg og reyndi að koma mér út eins fljótt og ég gat. en hún gaf mér samt ekki afslátt...
við fórum svo í bíó að sjá the hitchhiker's guide to the galaxy. hún er ágæt. samt ekki eins góð og ég átti von á.

Engin ummæli: