sunnudagur

ég uppsker nú því sem ég sáði. ég hefði getað sagt mér þetta sjálf, vissi að þetta myndi gerast því það gerist alltaf. en ég lét það ekki hindra mig. og núna líður mér illa inni í mér, allt svart og ömurlegt þó að sólin skíni úti. afhverju er ekki rigning í dag? ég hef ekki orku til að leika hlutverk og ég verð að borða því að ég er ekki búin að borða í næstum tvo daga. hef ekki haft neina lyst. og höfuðið á mér er enn að springa. samt er ekki neitt vonleysi heldur bara ekkert. ekkert! ef að hlutirnir fara ekki að breytast veit ég ekki hvað ég get gert meir. mér finnst öll þessi vinna, sem er búin að standa yfir í næstum þrjú ár ekki færa mér neitt gott. bara enn fleiri hnúta. það er eins og að ég standi í hafi af flæktu og óleysanlegu neti efa og ótta. og á eftir hverjum hnút sem ég leysi er enn annar stærri að baki hans. það er enginn sem getur sagt mér að hlutirnir verði betri, bara ég get það. en afhverju geri ég það þá ekki? er þetta bara uppgerð? mér finnst eins og að ég eigi eftir að klúðra öllu, mistakast og aldrei ná að bæta minn innri mann. verða alveg eins og þau.

7 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Hver eru þau?

Nafnlaus sagði...

fólkið sem ól mig upp.
t.

Ágúst Borgþór sagði...

Þú átt mann, ekki satt. Er hann ekki alltaf að deila þessum hlutum og hugsunum með þér? Þú virkar svo ein í þessu.

Tinna Kirsuber sagði...

betur sagt en gert að tala um svona við fólk sem manni þykir vænt um. stundum er skárra að hugsa bara einn og skrifa það í dagbókina sína. bloggið er dagbókin mín.
t.

Tinna Kirsuber sagði...

og um leið og maður reynir að tala við fólk um neikvæðar hugsanir sínar verður það annað hvort svo meðvirkt að maður sér strax eftir því að hafa minnst á þetta eða þá að því finnst maður bara vera að væla. af tvennu illu kýs ég hvorugt.
t.

Ágúst Borgþór sagði...

fair enough

Tinna Kirsuber sagði...

ég þakka samt kærlega umhyggjuna gústi boggi minn. og bæ ðe vei þá er þetta múvin up!
t.