laugardagur

ég varð að taka ljóðið út... það var svo viðbjóðslegt. ég var alveg að fara að gubba í hendina á mér útaf því. og ég er reyndar við það að kasta upp núna því að ég er svo óeðlilega þunn og það ágerist bara eftir því sem mínúturnar líða. það sprakk næstum á mér hausinn þegar ég labbaði niður í póstkassa að sækja fréttablaðið. nú reyni ég bara að þamba kaffi til að slá á þessa þynnku og hlusta á pouges. það er dásamlega hljómsveit og vel til þess fallin að hlusta á þegar ég er svona þunn enda fjalla flest lögin þeirra um viskídrykkju og almenn drykkjulæti. gluð minn almáttugur! ég á ekki eftir að geta gert neitt í dag... ég nenni hvort sem er ekkert á þessa fjárans listhátíð. ég er ekkert mikið fyrir svona stórar samkomur þar sem allir eru í leynilegum typpameting um allt milli himins og jarðar. kann betur að meta rólegheit og nokkrar góðar manneskjur frekar en læti og margar misgóðar manneskjur.
ég er að fara að setja saman lista yfir það sem ég elska. fólk, dýr, mat, lög, kvikmyndir, bækur og fleira. listinn mun svo birtast hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Magga bað að heilsa þér líka. :D