mánudagur

þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt fyrir mig að vera hér að skrifa... ég á nefnilega svo mikið af leyndarmálum í augnablikinu að mig sundlar en ég get ekki sagt frá neinu þeirra. þetta er samt allt skemmtilegt og gott.
ég og mamma erum að fara að kaupa náttslopp á mig í dag. mig hefur um langt skeið dreymt um að eiga svona mjúkan frotte-náttslopp. því eins og ég hef sagt ykkur er ég lítið fyrir það gefin að vera berrrössuð. það er aldrei að vita hvar óvægri spegilmyndinni bregður fyrir og sjálfsálitið bíður hnekki og óbætanlegs skaða. þess vegna klæði ég mig alltaf eftir sturtu, venjulega í náttföt. en með þessum sloppakaupum finnst mér ég færast aðeins nær því að geta einn daginn haft eðlilega sjálfsmynd. það er einhvern veginn meiri nekt fólgin í því að vera í sloppi eftir bað frekar en flónel náttfötum.

Engin ummæli: