þriðjudagur

illugi jökulsson kom í búðina í dag og keypti sömu bók og egill helgason keypti á laugardaginn hjá mér. dáldið sérkennilegt, nema ef þeir eru í leshring saman. þá kemur þetta ekkert á óvart í sjálfu sér. það var róni að terroræsa alla inni í búðinni þegar illugi var að fara að borga hjá mér og ég varð orðin hálf tipsí útaf áfengisfýlunni. róninn fór að terroræsa illuga líka og sagði honum í einlægni að hann hefði alltaf verið óþolandi. þá svaraði illugi: "og ekki ertu að skána". ég skellti uppúr mér fannst þetta svo fyndið. eiginlega aðallega af því að illugi jökulsson ber þess mikil merki um að segja aldrei einn einasta brandara. en hann er kaldhæðinn og það kann ég að meta.
það er komin einhver lurða í mig. ég er eitthvað svo sloj... kannski bara svefnleysið í nótt.

4 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Hvaða bók keyptu þeir?

Tinna Kirsuber sagði...

ég veit ekki hvort ég megi segja frá svoleiðis hér... en hún var ekki dónaleg.

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta flokkast líklega undir persónuupplýsingar. Heldurðu að ég hafi bara áhuga á dónalegum bókum?

Nafnlaus sagði...

nei nei nei... ég meinti þetta ekki þannig. ég vildi bara að það væri á hreinu að þetta hefðu EKKI verið dónalegar bækur til að sverta ekki mannorð þeirra félaga.
tinna.