sunnudagur

ahhhh.... sunnudagsmorgunn og það er nýbreytni að vakna ekki þunn. kaffið bragðast betur og sígarettan flýtur ljúflega niður í lungun án hósta og ræskinga.
hafði það huggulegt í gær. fór í sjóðandi heita sturtu og glápti á hryllingsmynd í sjónvarpinu. hafði samt hljóðið ekki á með tilliti til þess að ég var ein heima og vildi ekki verða drullu-hrædd.
það er rigning úti og mig langar í göngutúr og hlusta á músík. það væri nú huggulegt ef að ansans emily strange regnkápan sem ég pantaði ofurölvi á netinu fyrir mörgum vikum síðan væri búin að skila sér yfir hafið. hef bara kirsuberjaregnhlífina í staðinn sem að svanhildur systurdóttir gaf mér...
í vetur kynnti bibbi mig fyrir tónlistarkonu sem hetir joanna newsom. ég féll kylliflöt fyrir henni enda músíkin hennar yndisleg og einlæg og hún er með skrýtna rödd eins og ég. það gladdi mig þess vegna óumræðanlega þegar að ónefndur plötusnúður spilaði hana á sirkus á föstudagsnóttina. þið ættuð að hlusta á joanna newsom, það er við hæfi á þessum gráa sunnudegi.
örninn minn kemur heim í dag!!!!

5 ummæli:

Heiða sagði...

hún er æði, dýrka immit röddina hennar, en elvar er ekki hrifin af tónlistinni, svo ég spila bara í heddfónum... það er samt eiginlega bara betra í heddfónum

Nafnlaus sagði...

já hún er ágæt, ég get hermt eftir henni þannig að hún myndi halda að þetta væri húnsjálf...

Tinna Kirsuber sagði...

Já er það, en merkilegt! Ég held ég gæti það líka alveg ef ég reyndi. Ætla að fara að æfa mig.... Við gætum slegið upp svona Joanna Newsom wannabe söngvakeppni.

Fríða Rós sagði...

Elska hana líka. Harpa er svo undurfagur hljóðfæri, mér hefur alltaf fundist það svo fallegt að það mætti varla spila á það. Hún má það samt alveg með þessari dásamlegu rödd. Hægt að hlusta á hana við öll tækifæri, bæði í blíðu og stríðu.

Nafnlaus sagði...

dýrka hana samt ekket