fimmtudagur

ég er ekkert smá yfir mig hamingjusöm í dag. það er allt að smella saman, líf mitt hefur aldrei verið jafn gott og yndislegt. það er næstum erfitt að taka alla þessa hamingju og gleði inn, mig sundlar bara þegar ég reyni það. þetta er eins og að vera á gullskipi sem flýtur um í hlýjum og hægum andvara á hafi sem er þakið bleikum rósablöðum. og það er engin slorlykt, bara lykt af nýju og góðu lífi. þið getið öll tekið ykkur far með mér á gullskipinu, farmiðinn er frír. og ég er svo væmin að þið fáið ælufötu með...

6 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Eru ælufatan úr gulli?

Tinna Kirsuber sagði...

kannski bara....

Ágúst Borgþór sagði...

Það þarf enginn að æla. Þetta er flott.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk kallinn minn.

Heiða sagði...

glöggt gestsauga mitt tók eftir því að bæði er minnst á lykt af nýju lífi og ælu í þessari færslu. þetta hljómar eins og eitthvað sé að ske í barnadeildinni. ha, Tinna?

Tinna Kirsuber sagði...

Ojj Heiða! Ekki fyrr en eftir svona 2 ár kannski :D