sunnudagur

ég er ennþá glöð. dáldið þunn enda var ég að sötra áfengi frá kl. 13 í gær til 1 í nótt. gærdagurinn var dásamlegur, ég hékk með strákunum mínum allan daginn. við drukkum, sóluðum okkur, spiluðum á gítar og sungum og hlógum. enduðum á ölstofunni en þá var ég komin með áfengis-ógeð svo að ég fór snemma heim. ég veit ekki hvað ég er að blaðra... ég er eitthvað minna inspereruð í skrifum hamingjusöm en óhamingjusöm. en ástæðan er ánægjuleg.
var ég búin að segja ykkur að ég er að fara að flytja á bergstaðastrætið? yndisleg íbúð með eldavél og ofni, eitthvað sem að ég hef ekki haft afnot af seinasta árið hérna á grettisgötunni. og hún er ferköntuð! ekki undir súð og öll herbergi eru ferköntuð. dásamlegt! svo er líka séringangur sem mér finnst dáldið fullorðins... ég hef hana líka eins lengi og ég vil og fólkið sem á hana er afskaplega indælt og gott. íbúðin er í porti þar sem að maður getur látið út stóla á góðviðrisdögum og boðið vinum í sólarkaffi. það er líka pínu-pínu lítill garður undir eldhúsglugganum og þar ætla ég að rækta blóm og graslauk. og ég er að fara að búa með erni....
ég þarf að fara að vinna.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Verðskulduð hamingja. Gangi ykkur sem allra best. Það gott að vera í Þingholtunum.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk heillin.