laugardagur

ég er semsé komin með netið aftur, það datt eitthvað í burtu en ég reddaði því í morgun með því að hringja í einhvern afskaplega þolinmóðan og indælan þjónustufulltrúa hjá hive.
var með birtu í allan gærdag, drukkum áfengi og átum mest allan daginn og nú er ég þunn og með fitubollu komplexa. fórum á sirkus, ég er alveg að fara að taka þann stað aftur í sátt enda annað erfitt þegar að allir vinir mínir virðast bara hafa áhuga á því að fara þangað að skemmta sér. það er til einskis að vera með áróður, hef reynt það seinustu mánuði. ölstofan ölstofan ölstofan!!! en það var magnað og ótrúlega gaman í gær. saknaði náttúrulega arnarins míns óskaplega mikið en hann er í sumarbústað með einni hljómsveitinni að semja. svona er nú það. það reyndi einhver viðurstyggilegur ameríkani við mig. sagðist fyrst hafa séð mig á sirkus fyrir tveimur árum og ekki getað hætt að hugsa um mig síðan þá og væri loksins búinn að safna kjarki til að tala við mig. ég kann ekki að vera vond við svona fólk svo ég reyndi bara að vera óskaplega hugguleg en samt án þess að gefa honum neitt undir fótinn. mér varð þó um og ó þegar hann fór að segja mér að hann hefði voða gaman af því að klæða sig í kvenmannsföt og syngja. og ég gaf honum upp rangt e-mail, var nógu vond til þess. sá sem er með e-mailið johnson@hotmail.com mun væntanlega hata mig núna og fá póst frá kvenfataklæddum og ástsjúkum ameríkana.
ég er að reyna að ganga frá dótinu mínu í nýju íbúðinni en sama hversu marga kassa ég tæmi virðist ekkert minnka í kösinni. ég hef líka tekið eftir því að ég á óskaplega mikið af bókum. bókaskápurinn er troðfullur og samt er ennþá hellingur af bókum sem þarf að koma fyrir. kannski spurning um að kaupa sér nýjan bókaskáp. fer í góða hirðinn um mánaðarmótin.

Engin ummæli: