þriðjudagur

ókei... fólk er að fara óheyrilega í taugarnar á mér í dag, kúnnarnir sko. ég hefði ekki átt að hlakka yfir fyrirtíðarspennu leysinu. þeir eru í fyrsta lagi allir viðbjóðslega aulalega útlítandi, túristarnir. með lafandi neðri vör og ömurlegar amish-hárgreiðslur. svo labba þeir alltaf til mín með svona þurfandi augnatillit og útréttar hendur með vörunum sem að þeir eru að fara að kaupa eins og að þeir séu alveg að fara að deyja úr einhverjum óþekktum aumingja-sjúkdómi. þeir píra augun og rýna ofan í lófana á sér þegar þeir telja smápeningana eins og að það sé virkilega svo erfitt að telja íslenska smámynnt. þeir heilsa ekki, segja ekki einu sinni hæ eins og að það sé eitthvað sem krefst mikillar tungumálakunnáttu. ohhhhharrrggghhhh! ég hata túrista!

Engin ummæli: