miðvikudagur

maður: "má ég bjóða þér til frakklands?"
ég: "uuuuuu.... nei takk, ekki í dag"
maður: "en ítalíu?"
ég: "nei nei, sama og þegið"
maður: "villtu þá ekkert fara með mér?"
ég: "ha, nei. ég held ekki, ég þekki þig ekki neitt"
maður: "en villtu koma með mér heim núna? mig langar til að eiga þig...."
ég: "heyrðu! var það eitthvað fleira? nei, allt í lagi bleeeesssss...."
maður: "gerðu það fallega blóm, undarlega litla vera...."

þarna labbaði ég í burtu. svona er eymó í dag!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og var þetta: starfsmaður/ eigandinn/ yfirmaðurinn/ viðskiptavinur/ bréfberinn? Ekki að það skipti nokkru máli þannig séð.

Tinna Kirsuber sagði...

Viðskiptavinur!

Nafnlaus sagði...

Hah! Selurðu póstkort á svona daðrandi hátt? Aldrei lendi ég á svona spennandi afgreiðslufólki. Stunda Eymundssen hér eftir.

Tinna Kirsuber sagði...

Þetta er röddin! Ég held það, gamlir kallar standast hana ekki.

Nafnlaus sagði...

Hey!! Áttir þú ekki að vera í Magasin í gær? Ég er búin að bíða eftir að sjá þig og svo ert aldrei þar.....

Heiða sagði...

tinna, ég hef komist að því að ég er addikted tú jor blogg, það líða 2 dagar á milli og ég tékka oft á dag, bara ef ske kynni að nú værir þú búin að skrifa....shit maður...hvað ertu búin að gera mér..hahahhahaahhahhahahaha

Tinna Kirsuber sagði...

Ha ha! Gaman að heyra Heiða mín.

Tinna Kirsuber sagði...

Ég veit ekki hvað er með þennan lýð þarna sem var að þykjast skrifa grein um stelpur sem blogga. Ég er líka búin að bíða og bíða og aldrei kemur neitt í þessu ansans Magasín. Bara greinar um snípa krem. Og ég sem leyfði þeim að taka mynd af mér og allt. Kannski hættu þeir við af því að bloggið mitt er svo morbit... Maður veit ekki.

Ágúst Borgþór sagði...

Það er ömurlegt að svíkja okkur, aðdáendur þína, um nýja mynd af þér. Við verðum þá að láta okkur nægja að taka okkur stöðu fyrir framan Eymundsson og skoða Svör við öllu spjaldið. Það eru oft nokkuð langar raðir þar. Vonandi stendur ekki til að snúa kallinum út, þó að hann sé nú ágætur og dálítið krútt.

Tinna Kirsuber sagði...

Ha ha ha! Þá verðurðu bara að koma inn Ágúst minn og glápa!

Ágúst Borgþór sagði...

Já, og að hugsa sér að það skuli ekki kosta neitt! Og stundum eru ókeypis brandarar líka.