laugardagur

í dag er mér mjög óglatt en ég þarf samt sem áður að gera hluti. ég þarf að fara í sturtu, ekki svo slæmt. en svo þarf ég að fara í kringluna, það auma "pleis" sem gerir það alltaf að verkum að ég fæ semi-taugaáfall. til þess að komast þangað þarf ég að finna út úr árans nýja strætókerfinu og það upp á von og óvon að ég lendi ekki í grafavoginum. ástæðan fyrir því að ég þarf að fara í kringluna er sú að mig vantar púður og púðrið mitt fæ ég ekki nema í body shop sem eins og aðrar góðar verslanir þurfti að fara úr 101um.
í kvöld er hljómsveitin ÉG með útgáfutónleika á gauknum. ástin mín er líka í þeirri hljómsveit, örninn minn. það verður rosa partý, kostar bara 500 kall inn, held ég og það er m.a.s. áfengi í boði fyrir þá sem hafa áhuga á því.

2 ummæli:

Ösp sagði...

ég verð bara úr sambandi og utan við mig, of mikið að fólki.. þetta er líka svona þegar ( og er það mjög sjaldan) ég fer í Bónus, þvílíkt helvíti!

Tinna Kirsuber sagði...

Ég hef blessunarlega Örninn með mér þegar ég fer í Bónus, enda veit ég fátt rómantískara en að fara með kærastanum í Bónus... Simple mind, simple pleasures ;D. En fyrir utan það fæ ég alltaf einhverskonar víðáttubrálæði og félagsfælni þegar ég fer ein í Bónus. En mjólkin er náttúrulega 50 krónum ódýrari þar en í öðrum verslunum. Ég legg það á mig.... :D