mánudagur

það er dáldið fyndið hvað það er mikið uppvask hjá tveimur manneskjum. mér finnst það... það er eins og að við eigum í leyni hérna í íbúðinni okkar einhver fimm börn eða fólk sem felur sig undir sófanum en kemur fram á næturnar og borðar af diskunum okkar. annar leynigestur er svo köttur sem læðist hérna inn um gluggann í skjóli næturs, ég held að það sé kærastinn hennar dimmalimm. hann át brauðið okkar í nótt og beit í banana.
í dag ætla ég að halda áfram að mála kommóðuna himinbláa og fara í bankann. ég hata að fara í bankann, fátt veldur mér jafn mikilli angist og sálarkvöl og bankaferðir. ég held að ég hafi talað um það hérna áður... en þess þarf, það er víst partur af því að vera fullorðinn. auk þess þarf ég að leggja höfuðið í bleyti núna og finna aðferð til að láta námslánin í vetur nægja mér. sem er ekki hægt... fasistar þarna hjá lín, er þetta ekki lán? ég þarf hvort sem er að borga þetta aftur og þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna það er ekki hægt að lána manni mannsæmandi upphæð. ég verð verra sett í vetur en handalaus öryrki.

1 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Ég er að fara að taka masterinn í bókmenntafræði.