fimmtudagur

ég andskotaðist loksins í bankann í dag og skráði mig í greiðsluþjónustu. það sem ég uppskar við það eru miklar áhyggjur og skilningsleysi á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í bönkum. stúlkan sem afgreiddi mig bætti ekki úr skák, augljóslega sumarafleysingarstúlka. ég skal alveg vera umburðarlynd gagnvart sumarafleysingarfólki í t.d. matvöruverslunum eða fatabúðum en kommon! í banka hlýtur fólkið að þurfa að vita hvað það á að gera og hvernig þarf að gera það. í fyrsta lagi voru brjóstin á henni að vella upp úr bolnum hennar allan tímann sem ég sat gegnt henni og mér stóð ekki á sama auk þess sem hún notaði frasa eins og "ég nenni ekki" og "ég er ekki viss", ekkert voðalega "trustworthy" starfsmaður. og svo sagði hún að þetta tæki nokkra daga, kannski alveg tíu daga. og hvað þýðir það? verða þá bara reikningarnir mínir og leigan ekkert borguð á réttum tíma? leigan?!?!?! gluð hjálpi mér! ég á eftir að farast úr angist og áhyggjum... ég er farin að efast um ágæti greiðsluþjónustu og bölva nú í hljóði öllum þeim sem að dásömuðu þetta fyrirbæri í mín eyru.

3 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ef maður vill hafa fjármál sín undir kontról þá sér maður um þau sjálfur og borgar þ.a.l. sjálfur reikningana. Ég treysti sko ekki einhverjum misvitrum brjóstabínum í bönkunum til þess. Auk þess kostar greiðsluþjónusta.
Bankar gera ekkert ókeypis.

Tinna Kirsuber sagði...

Ó jesús! Ætli ég geti hætt við? Ég fór eiginlega bara í þetta útaf LÍN-fasistunum. Hver getur borgað rúmlega 70 þús. króna reikning á einu bretti??? Ekki ég!

Þórdís Gísladóttir sagði...

Það var hægt að fylla eitthvað út hjá LÍN (fyrir mörgum árum) og skipta greiðslunum í þrennt. Tékkaðu á því á heimasíðu LÍN!