sunnudagur

jæja börnin mín...
þetta verður kannski seinasta færslan mín þangað til að ég kem aftur heim úr sveitasælunni eftir viku. ég hlakka óskaplega mikið til að fara vestur en það fylgir því líka örlítill tregi því ég verð jú líka frá erninum mínum í þessa viku. ég er að reyna að vera hörkutól þó að mér hafi aldrei farnast neitt sérlega vel á því sviði því ég er óumflýjanlega mikill kettlingur í raun og veru þegar kemur að hjartans málum. þið úffið kannski og púffið, finnst þetta ekkert mál og ég ætlaði ekkert að segja um þetta en ég get ekki á mér setið... ég á eftir að dauð-sakna hans. og líka dimmalimm. og líka fallega heimilisins míns...
það væri mikið gleðiefni ef að einu lögreglumálin sem upp koma þessa helgi tengdust eingöngu eiturlyfjum en ekki nauðgunum.
ég dottaði í sófanum í gær og dreymdi að dimmalimm væri týnd. það eyðilagði restina af kvöldinu.

Engin ummæli: