þriðjudagur

bauð dóru litlu í mat í gær. ég færist nær og nær þeim draumi að ég vilji verða kokkur þegar ég verð stór. alveg eins og kata systir. ég hef óskaplega gaman af eldamennsku þó ég gæti ekki bjargað lífi mínu þegar kemur að því að fara eftir uppskriftum, er með öllu ófær um það. það sem mér finnst skemmtilegast við eldamennskuna er ekki endilega útkoman heldur það að ég sé að fæða þá sem mér þykir vænt um, ég elda oftast fyrir þá sem mér standa næst. þetta er svona svipuð tilfinning og ég fæ þegar ég gef vinum mínum góðar jóla- eða afmælisgjafir.
ég fór í ljós í gær, fannst ég vera orðin eitthvað aids-leg. það tekur alltaf örlítið á fyrir mig að fara í ljós útaf fólkinu sem vinnur á þessum sólbaðstofum, leður-fólkinu eins og ég kalla það. það eru annars bara fordómar í mér því það er ekki neitt yfir framkomu þeirra að kvarta, allir voða huggulegir. en þetta er leifar af gömlum draugum í sálinni á mér, óttinn við hvað öðrum finnst um mig. þetta hefur þó batnað til muna, áður en ég byrjaði að greiða úr sálarflækjunum fyrir þremur árum gat ég varla farið inn í búð án þess að líða eins og alsberum mongólíta. nú er tíðin önnur, nú hef ég tilverurétt eins og hver annar og líður ekki eins og flugunni í súpunni. og vel á minnst... ég á einmitt þriggja ára geðsjúklingaafmæli um þessar mundir, það hefur heilmikið vatn runnið til sjávar á þessum þremur árum og ég er ekki sama tinnan og ég var þá. eða jú, kannski sama en aðeins betri...
mér sýnist á öllu að hún dóttir mín, dimmalimm stefni hraðbyr í forstjórastöðuna hér í hverfinu. þetta litla smávaxna kattar-kríli setur það ekki fyrir sig að þurfa að lumbra á síamsköttum sem eru á stærð við kálfa, þeir sem þekkja til katta vita líka að síamskettir eru þeir furðulegustu eða norskum skógarköttum sem líkjast meira ljónum en nokkurn tímann köttum. ég finn fyrir móðurlegu stolti þegar ég heyri í henni gargandi úti á götu að verja hornið sitt. sjaldan fellur eplið langt frá eikinni...
eftir ljósa- og bónusferð í gær kom ég við í þorsteini bergmann á leiðinni heim. ég hugsaði með mér að það væri eigingjarnt að eyða peningum bara í sjálfa mig, kaupa mér skó eða föt þar sem að örninn minn hefur eiginlega fram að þessu verið "the money-bags" á heimilinu svo að ég ákvað að fara milliveg. mig langaði til að kaupa eitthvað smá og millivegurinn var þess vegna að kaupa eitthvað til litla heimilisins okkar sem að ég er óskaplega stolt af. mig langaði að sjáfsögðu í allt inni í þorsteini bergamann, yndisleg búð en endaði á að kaupa eftirfarandi hluti:

3 bolla með blómamunstri og undirskálum sem ég er búin að girnast í nokkrar vikur
2 kökudiska með svona 60´s munstri
2 græn glös
mjólkurkönnu, svona lítil sem að maður hefur með í kaffiboðum sem er í laginu eins og kusa og mjólkin kemur út um munninn á henni
kringlóttan bakka með væminni kisumynd á til að bera fram teið þegar ég held öll þessu stórfenglegu teboð mín

og allt þetta kostaði bara 2.700 krónur. það kalla ég vel sloppið!
nú vantar okkur bara hraðsuðuketil, þessi sem við eigum núna er hálftíma að sjóða vatn í tvo bolla og gerir mig alveg gráhærða. einu mistökin sem ég hef gert í IKEA... brauðrist þar sem að við geymum oftast brauðið okkar í frystinum og teketil af því að við þömbum te hérna á bergstaðastrætinu eins og við fáum borgað fyrir það. ég er núna að mana mig upp í að fara í kringluna og kíkja í byggt&búið, þar rambar maður stundum á ódýra hluti eins og brauðrist eða hraðsuðuketil.
see ya!

1 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Hvaða vitleysisgangur er þetta???